Handbolti

Fréttamynd

Tíu lið komin á EM

Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar tryggðu sér sæti á EM

Svíar tryggðu sér í kvöld sæti á EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Liðið gerði jafntefli við Rúmeníu á heimavelli, 26-26.

Handbolti
Fréttamynd

Skyldusigur á Belgum

Ísland vann átta marka sigur á Belgíu ytra í undankeppni EM 2010 sem fer fram í Austurríki á næsta ári, 33-25.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland mætir Portúgal í dag

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Portúgal ytra í dag en liðið hélt utan í gær. Leiknir verða tveir leikir gegn heimamönnum en síðari leikurinn fer fram á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert og félagar meistarar

Róbert Gunnarsson og félagar í þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach urðu í dag Evrópumeistarar eftir sigur á Gorenje Velenje frá Slóveníu í úrslitum EHF-bikarkeppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Kolding danskur meistari

Kolding varð í dag danskur meistari í handbolta eftir sigur á FC Kaupmannahöfn í oddaleik liðanna í lokaúrslitunum, 31-27.

Handbolti
Fréttamynd

Ragnar með tíu mörk og frábæra skotnýtingu

Ragnar Óskarsson endaði tímabilið í frönsku úrvalsdeildinni á frábæran hátt en hann nýtti tíu af tólf skotum sínum í 29-24 sigri Dunkerque á Paris á útivelli. Dunkerque endaði í 4. sæti deildarinnar, 17 stigum á eftir meisturunum í Montpellier.

Handbolti
Fréttamynd

Kolding tryggði sér oddaleik á móti FCK

Guðlaugi Arnarssyni og félögum í FCK Kaupmannahöfn tókst ekki að tryggja sér danska meistaratitilinn í handbolta í dag þegar þeir töpuðu 32-37 á móti Kolding í öðrum leik liðanna í lokaúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

GOG Svendborg missti af bronsinu

Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í GOG Svendborg TGI töpuðu oddaleiknum á móti Team Tvis Holstebro í keppninni um þriðja sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ásgeir er meiddur og gat ekki spilað með.

Handbolti
Fréttamynd

FCK stendur vel að vígi

FCK vann tveggja marka sigur á Kolding, 34-32, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach í góðri stöðu

Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach sem vann sigur á Gorenje Velenje, 29-28, í fyrri úrslitaleik liðanna í EHF-bikarkeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Annar íslenskur sigur

Ísland vann tveggja marka sigur á Sviss, 31-29, í æfingalandsleik í handbolta kvenna á Selfossi í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad Real spænskur meistari

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real urðu í gærkvöld Spánarmeistarar í handbolta eftir stórsigur á erkifjendum sínum í Barcelona 37-26.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir Örn fór á kostum með GOG

Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrettán mörk fyrir GOG sem vann sigur á Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, 30-25, á útivelli.

Handbolti