Handbolti

Tíu lið komin á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslendingar fagna sigrinum á Makedóníu í gær.
Íslendingar fagna sigrinum á Makedóníu í gær. Mynd/Daníel
Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Austurríki eiga sjálfkrafa sæti í lokakeppninni sem gestgjafar og Danmörk sem ríkjandi Evrópumeistari.

Hin liðin fjórtán þurfa að taka þátt í undankeppni sem lýkur nú um helgina. En nú þegar hafa átta lið tryggt sér farseðilinn til Austurríkis og er Ísland eitt þeirra.

Hér má sjá hvernig staða mála er fyrir lokaumferðina:

1. riðill:

Svíþjóð komið áfram.

Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast á laugardaginn og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.

2. riðill:

Rússland, Serbía og Bosnía eiga öll möguleika á efstu tveimur sætum riðilsins.

3. riðill:

Ísland og Noregur eru komin áfram.


4. riðill:

Króatía komið áfram.


Slóvakía og Ungverjaland eru jöfn að stigum og mætast í lokaumferðinni. Ungverjar eiga þó leik til góða en þeir mæta Grikkjum í dag.

5. riðill:

Þýskaland komið áfram.


Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með ellefu marka mun til að tryggja sig áfram.

6. riðill:

Frakkland og Tékkland eru komin áfram.


7. riðill:

Spánn er komið áfram.


Holland og Úkraína eru jöfn að stigum og mætast í Úkraínu í dag. Hollandi dugar sigur til að tryggja sig áfram. Heimasigur eða jafntefli gerir það að verkum að Úkraína er í mjög vænlegri stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×