Rakel Dögg: Lokuðum vel varnarlega og Alfa skildi liðin að sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. september 2024 18:56 Rakel Dögg fer vel af stað í starfi sem aðalþjálfari Fram. vísir / viktor freyr „Mér fannst frammistaðan frábær. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur rýnt í og allt það en mér fannst við heilt yfir frábærar,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir eins marks sigur sinna kvenna á liði Hauka. Lokatölur 27-26 í Lambhagahöllinni. Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira