Handbolti

Róbert og félagar meistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson, leikmaður Gummersbach.
Róbert Gunnarsson, leikmaður Gummersbach. Nordic Photos / Getty Images

Róbert Gunnarsson og félagar í þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach urðu í dag Evrópumeistarar eftir sigur á Gorenje Velenje frá Slóveníu í úrslitum EHF-bikarkeppninnar.

Leikurinn fór fram í Köln en þetta var síðari viðureign liðanna í úrslitunum. Gummersbach vann fyrri leikinn í Slóveníu, 29-28.

Sigurinn í dag var aldrei í hættu. Gummersbach komst í 12-3 forystu og staðan í hálfleik var 16-8, þeim þýsku í vil.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk úr fimm tilraunum fyrir Gummersbach í dag. Tólf þúsund áhorfendur voru á leiknum og fögnuðu vel og innilega í leikslok.

Íslendingar áttu einnig fulltrúa í sigurvegurum Meistaradeildar Evrópu þar sem Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real unnu frækinn sigur á Kiel frá Þýskalandi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×