Handbolti

Dagur fagnaði sigri í Valsheimilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson skoraði þrjú mörk fyrir Ísland í kvöld.
Einar Ingi Hrafnsson skoraði þrjú mörk fyrir Ísland í kvöld. Mynd/Stefán

Austurríki vann í kvöld átta marka sigur á hinu svokallaða 2012-landsliði Íslands í Vodafone-höllinni í kvöld, 36-28.

Dagur Sigurðsson er þjálfari austurríska landsliðsins en hann er fyrrum leikmaður Vals til margra ára og hann hefur einnig gegnt starfi framkvæmdarstjóra félagsins undanfarin misseri. Hann heldur þó utan í sumar og tekur við þjálfun þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin.

Staðan í hálfleik var 16-14, Austurríki í vil. Ísland náði sér best á strik í upphafi síðari hálfleiks og komst yfir, 22-21. Austurríki náði að jafna í stöðunni 23-23 og skoraði svo fimm mörk í röð. Gestirnir litu aldrei um öxl eftir það og unnu öruggan sigur.

Mörk Íslands í leiknum:

Arnór Þór Gunnarsson 8

Elvar Friðriksson 4

Ólafur Gústafsson 4

Kári Kristján Kristjánsson 3

Einar Ingi Hrafnsson3

Freyr Brynjarsson 2

Haukur Andrésson 1

Árni Þór Sigtryggsson 1

Arnar Pétursson 1

Ernir Hrafn Arnarson 1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×