Flugslys að Haukadalsmelum

Ekkjan gafst ekki upp og fékk meirihluta dánarbótanna
Ekkja flugmanns sem lést í flugslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 fær tvo þriðju dánarbóta frá tryggingafélaginu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tekist var á um hvort flugmaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi sem orsakaði slysið.

Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar.

Rannsókn á banaslysi beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss
Rannsókn Rannsóknarnefnda samgönguslysa á flugslysi sem varð einum að bana á flugvellinum á Haukadalsmelum í júlí á síðasta ári beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss, undirbúningi flugs, fyrirflugskoðun sem og gátlistum og notkun þeirra.

Minntust látins félaga með lágflugi
Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær.

Óvenju mörg flugslys í ár
Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði.

Nafn mannsins sem lést í flugslysinu á Haukadalsflugvelli
Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni mannsins.

Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær
Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá.

Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt
Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þrisvar það sem af er degi
Það hefur verið annasamur dagur hjá Landhelgisgæslunni.

Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn
Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp.

Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur
Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag.