Óvenju mörg flugslys í ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:45 Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum. Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira