Óvenju mörg flugslys í ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:45 Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum. Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira