Erlend sakamál

Fréttamynd

„Sér­­stakt“ að sitja inni í réttar­­sal með Bry­an Kohberger

Íslensk kona, sem kafað hefur ofan í opinber gögn um stórt morðmál sem átti sér stað í bandarískum háskólabæ í vetur, fékk í vikunni að fara inn í réttarsal þegar hinn grunaði var leiddur fyrir dómara. Hún segir súrrealískt að hafa séð hann og aðstæður með eigin augum eftir að hafa skoðað málið í svo langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Leitað við stíflu í máli McCann

Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.

Fréttir
Fréttamynd

Telja að maðurinn hafi kyrkt Emili­e Meng

Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni.

Erlent
Fréttamynd

Hol­mes sleppur ekki við fangelsið og þarf að greiða háar bætur

Bandarískur áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna blóðprufufyrirtækisins Theranos, um að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum í gær. Holmes og meðstjórnandi hennar þurfa að greiða milljarða króna í miskabætur.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana

Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum.

Erlent
Fréttamynd

Brotist inn til Hildar

Brotist var inn til óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur í Berlín. Hildur segir innbrotsþjófinn hafa stolið hljóðfæri sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana en sé verðlaust fyrir þjófinn. Hún óskar eftir hjálp við að finna hljóðfærið.

Innlent
Fréttamynd

Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér

George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti.

Erlent
Fréttamynd

Stálu tvö hundruð skóm en geta ólíklega notað þá

Óprúttnir þjófar hlupu á sig er þeir stálu rúmlega tvö hundruð skóm í borginni Huancayo í Perú á dögunum. Tjónið er sagt vera mikið en það er þó ólíklegt að þjófarnir græði mikið á skónum sem þeir stálu.

Erlent
Fréttamynd

Fundu sjö lík við leit að tveimur ung­lingum

Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lands­vinur dæmdur fyrir pólitískt mis­ferli í Banda­ríkjunum

Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt.

Erlent
Fréttamynd

Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm

Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík.

Erlent
Fréttamynd

Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón

„Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann.

Innlent
Fréttamynd

Baldwin laus allra mála

Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

„Að­eins skrímsli gæti gert barni þetta“

Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana.

Erlent
Fréttamynd

Filippa fannst á lífi

Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Rændi banka til að fjár­magna kvik­mynd

Bandarískur karlmaður sem rændi banka síðastliðið sumar til að fjármagna tökur á kvikmynd var dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída-ríki fyrir ránið. Maðurinn náði að hafa á brott með sér rúmlega fjögur þúsund dollara í seðlum úr bankanum en var handtekinn síðar eftir ábendingar til lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Stálu gríðar­legu magni af klinki

Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér.

Erlent