Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 09:46 Teiknuð mynd af Alexander Smirnov í dómsal. AP/William T. Robles Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega. Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira