Harpa

Fréttamynd

Úkraínskir listamenn sýna í Hörpu

Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni.

Menning
Fréttamynd

Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry

Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 

Lífið
Fréttamynd

Steypti sér fram af þaki Hörpu

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og steypti sér fram af Hörpu til þess að skemmta gestum á Menningarnótt. Hann virtist ekkert kippa sér upp við það að vera í 43 metra hæð og söng og spilaði fyrir áhorfendur líkt og ekkert væri eðlilegra.

Lífið
Fréttamynd

Sam­keppnis­eftir­litið hnýtir í Hörpu

Samkeppniseftirlitið hefur beint tilmælum til Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, um að jafna stöðu fyrirtækja og tónleikahaldara sem eiga viðskipti við húsið. Helstu tilmælin felast í því að Harpa ætti að leyfa tónleikahöldurum að koma með eiginn búnað, hljóðkerfi og fleira, til að nota við tónleikahald í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sköpuðu rými sérstaklega fyrir börn í Hörpu

Hönnunarteymið Þykjó fékk það verkefni að hanna Hljóðhimna sem er nýtt upplifunarrými fyrir fjölskyldur og börn í Hörpu. Þær hafa upplifað góð viðbrögð við hönnuninni og eru spenntar fyrir komandi verkefnum.

Lífið
Fréttamynd

„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“

„Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri

Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Davíð í Unity og Ný­sköpunar­vika efna til lofts­lags­við­burðarins „Ok, bye“ í Hörpu

Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“

„DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti

Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg.

Lífið
Fréttamynd

Safarík myndaveisla frá frumsýningu Ávaxtakörfunnar

Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu þar sem sýningarnar munu fara fram. Einvalalið leikara fer með hlutverk ávaxtanna og grænmetisins og var líkt og Eyþór Ingi hafi aldrei gert annað en að leika sjálfumglaðan ananas.

Lífið
Fréttamynd

Byr í seglin – land­festar leystar

Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf.

Skoðun
Fréttamynd

Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi

Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette.

Lífið