Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 20:48 Sinfóníuhljómsveit Íslands með skólatónleika í Hörpu. Vísir/Vilhelm Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) hafi verið erfiður undanfarin ár, einkum vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem olli samdrætti í tónleikahaldi hljómsveitarinnar. Áður hafði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekið upp hanskann fyrir hljómsveitina í samtali við fréttastofu. Hann sagði í dag að hræðilegt yrði ef hljómsveitin færi í verkfall líkt og stefndi í. Hann sagði það taka áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Eins og fram hefur komið vísaði Starfsmannafélag SÍ (SMFSÍ) kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í júní síðastliðnum. Ríkissáttasemjari og samninganefndin lögðu ríka áherslu á aðkomu ráðuneytis menningarmála til lausnar deilunni. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í byrjun september að boða til verkfalls. Fyrsta vinnustöðvunin var fyrirhuguð á morgun, 28. september, en áhersla var lögð á að leita allra leiða til að ekki kæmi til verkfalls. Segir í tilkynningunni að innan vébanda SÍ hafi mikil vinna átt sér stað undanfarið til að bregðast við fjárhagsstöðu hljómsveitarinnar. Engu að síður var ljóst að ef til vinnustöðvunar kæmi, gæti hljómsveitin ekki staðið við skuldbindingar sínar og grafið væri undan möguleikum hljómsveitarinnar til að afla sértekna. Með hliðsjón af ofangreindu lagði menningar- og viðskiptaráðuneytið til að Sinfóníuhljómsveit Íslands fengi viðbótarfjárveitingar sem nema 15 m.kr. árið 2023 og 45 m.kr. árið 2024 til að standa undir kostnaði við launahækkanir til að tryggja rekstrargrundvöll sveitarinnar og efla vinnustaðamenningu. „Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í íslensku tónlistarlífi. Það er því afar ánægjulegt að búið sé að semja. Verkfall hefði getað haft verulega neikvæð áhrif á menningarlífið í landinu,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Kjaramál Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Harpa Rekstur hins opinbera Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) hafi verið erfiður undanfarin ár, einkum vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem olli samdrætti í tónleikahaldi hljómsveitarinnar. Áður hafði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekið upp hanskann fyrir hljómsveitina í samtali við fréttastofu. Hann sagði í dag að hræðilegt yrði ef hljómsveitin færi í verkfall líkt og stefndi í. Hann sagði það taka áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Eins og fram hefur komið vísaði Starfsmannafélag SÍ (SMFSÍ) kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í júní síðastliðnum. Ríkissáttasemjari og samninganefndin lögðu ríka áherslu á aðkomu ráðuneytis menningarmála til lausnar deilunni. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í byrjun september að boða til verkfalls. Fyrsta vinnustöðvunin var fyrirhuguð á morgun, 28. september, en áhersla var lögð á að leita allra leiða til að ekki kæmi til verkfalls. Segir í tilkynningunni að innan vébanda SÍ hafi mikil vinna átt sér stað undanfarið til að bregðast við fjárhagsstöðu hljómsveitarinnar. Engu að síður var ljóst að ef til vinnustöðvunar kæmi, gæti hljómsveitin ekki staðið við skuldbindingar sínar og grafið væri undan möguleikum hljómsveitarinnar til að afla sértekna. Með hliðsjón af ofangreindu lagði menningar- og viðskiptaráðuneytið til að Sinfóníuhljómsveit Íslands fengi viðbótarfjárveitingar sem nema 15 m.kr. árið 2023 og 45 m.kr. árið 2024 til að standa undir kostnaði við launahækkanir til að tryggja rekstrargrundvöll sveitarinnar og efla vinnustaðamenningu. „Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í íslensku tónlistarlífi. Það er því afar ánægjulegt að búið sé að semja. Verkfall hefði getað haft verulega neikvæð áhrif á menningarlífið í landinu,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Kjaramál Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Harpa Rekstur hins opinbera Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira