
Stafrænt ofbeldi

Ofbeldishrina tveggja táningspilta: „Við erum að fara að drepa ykkur alla“
Tveir táningspiltar voru sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember á nýliðnu ári fyrir fjölda brota líkt og líkamsárásir og hótanir.

Áskorun '23: „Þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar“
Það er enginn einstaklingur né fjölskylda undanskilin því að þurfa að takast á við alls kyns áskoranir. Allt frá því að glíma við vanlíðan og sjálfið okkar, yfir í samskiptaörðugleika, veikindi fjölskyldumeðlims, sorg, ofbeldi, fíkn og fleira.

Nýr veruleiki blasir við nemendum vestur í bæ
Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir að skólayfirvöld hafi fengið upplýsingar í gær um eitt tilvik þar sem nemandi villti á sér heimildir og seldi barnaníðingi falskar myndir af sér.

Braut gróflega á konu sinni með dreifingu á kynferðislegu efni
Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður með dreifingu á kynferðislegu myndefni á ýmsum miðlum og tölvupóstum til fólks.

Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum
Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar.

Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum
Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023.

Segja stóran hluta kláms sýna refsivert ofbeldi gegn konum
Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum.

Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind
Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir.

„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“
„„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega
Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn.

Fá að skoða síma í þágu rannsóknar á hefndarklámi
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem heimiluð var rannsókn á efni farsíma manns sem lagt var hald á í þágu rannsóknar á hefndarklámi.

Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis
Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis.

Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni.

Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“
„Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun.

Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir
Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti.

Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu
Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu.

Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja
Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk.

Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda
Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar.

Ofbeldismyndbönd og deiling geti verið liður í frekara ofbeldi
Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna og að svo virtist sem ofbeldismyndbönd ungmenna og dreifing þeirra sé liður í enn frekara ofbeldi og niðurlægingu viðkomandi þolanda.

Sakaður um að hafa myndað sambýliskonu sína þegar hún svaf
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa tekið kynferðislegar ljósmyndir af sambýliskonu sinni í óþökk hennar. Aðalmeðferð í málinu fer fram í apríl.

Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans.

„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“
Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Með nútímavæðingu þjóðfélagsins, og tilkomu internetsins og samfélagsmiðla, hafa leiðir til að stunda barnaníð orðið fjölbreyttari. Hafa aðferðirnar til barnaníðs einnig þróast í takt við tímann og orðið rafrænni en áður.

Hvað myndirðu gera ef barnið þitt kæmi heim með sýnilega áverka?
Sem betur fer reyna langflestir foreldrar allt sem þau geta til að vernda og verja börnin sín fyrir því sem veldur þeim skaða. Börnum af minni kynslóð var til dæmis kennt að varast ókunnuga á götum úti, fara aldrei upp í bíl með ókunnugum og svo auðvitað var stúlkum kennt að passa sig og setja sig ekki í aðstæður sem gætu leitt af sér ofbeldi. Það heppnaðist ekki alltaf, en það voru verkfærin sem foreldrar okkar höfðu. Óþokkar í myrkum húsasundum voru óöryggið og óttinn sem bar að varast.

STOPP ofbeldi - Með góðri fræðslu getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina!
Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti.

„Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti“
Gróft kynferðislegt orðalag, hómófóbía og illar áeggjanir grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn tíundu bekkinga og starfsmanns félagsmiðstöðvar. Hann segir krakka leita mikið til starfsmanna vegna óheilbrigðra netsamskipta en starfsfólk eigi við ofurefli að etja.

Sexan – jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi
Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti.

Sökuð um að hafa sent nektarmyndir af eiginmanninum áfram
Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir að særa blygðunarsemi eiginmanns síns þáverandi og annarrar konu með myndasendingum til fleiri aðila.

„Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að“
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann á hendur manni sem ítrekað hefur haft uppi grófar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, í garð annars manns og fjölskyldu hans.

Sendi stúlku undir lögaldri kynferðisleg skilaboð
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni.