Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2025 19:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að hingað til hafi það reynst of erfitt að fá nálgunarbann í gegn og þá hafi það of litlar afleiðingar að brjóta gegn því. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. Starfshópnum er ætlað að yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Honum er gert að skila tillögum um mitt þetta ár. „Þetta er miklu útbreiddara vandamál en við gerum okkur grein fyrir, það er erfitt að fá nálgunarbann í núverandi kerfi, þetta segir lögreglan mér líka sem gjarnan vill gera betur í þessum málaflokki og síðan hitt, það hefur haft allt of litlar afleiðingar þegar brotið er gegn nálgunarbanni og það á auðvitað ekki að líðast í íslensku samfélagi að fólk geti ekki verið öruggt á eigin heimili, eða á eigin vinnustað vegna þess að það sé verið að hringja, elta, sitja um, með ónot, ónæði, ógnanir og jafnvel ofbeldi. Við þurfum að gera betur hvað þetta varðar og vinnan miðar að því,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Árið 2023 voru skráðar 92 beiðnir um nálgunarbann hjá lögreglu og í fyrra voru þær 79. Horft verður til norskrar löggjafar við breytingar á hinni íslensku. „Fólk á ekki að þurfa að búa við það að verða í langan tíma fyrir ónæði, ógnunum, hótunum og raski á sínu lífi vegna þess að lögin okkar og kerfin hafa ekki verkfærin til að taka á því. Markmið mitt er að breyta þessu.“ Í hópnum munu sitja Anna Barbara Andradóttir frá ríkissaksóknara, Kristín Alda Jónsdóttir frá ríkislögreglustjóra, Hildur Sunna Pálmadóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfið – Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Jakob Birgisson fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins og Drífa Kristín Sigurðardóttir er formaður hópsins. Hugnast að taka upp notkun ökklabands Ríkissaksóknari gaf í fyrra út þau tilmæli að nota ætti öklaband í auknum mæli þegar brotið væri ítrekað gegn nálgunarbanni. Dómsmálaráðherra hugnast vel að nota slíkt í auknum mæli. „Það er verið að elta fólk uppi, sitja um það, mæta á vinnustað, hringja á öllum tímum sólarhrings, senda skilaboð. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Þannig að ökklabönd eiga og geta hjálpað til við að koma í veg fyrir svona háttsemi þegar nálgunarbanni er komið á. Það sem við ætlum okkur að ná fram með þessu er að löggjöfin verði skýr og að framkvæmdin verði skýr. Svona háttsemi á ekki að líðast í samfélaginu.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Starfshópnum er ætlað að yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Honum er gert að skila tillögum um mitt þetta ár. „Þetta er miklu útbreiddara vandamál en við gerum okkur grein fyrir, það er erfitt að fá nálgunarbann í núverandi kerfi, þetta segir lögreglan mér líka sem gjarnan vill gera betur í þessum málaflokki og síðan hitt, það hefur haft allt of litlar afleiðingar þegar brotið er gegn nálgunarbanni og það á auðvitað ekki að líðast í íslensku samfélagi að fólk geti ekki verið öruggt á eigin heimili, eða á eigin vinnustað vegna þess að það sé verið að hringja, elta, sitja um, með ónot, ónæði, ógnanir og jafnvel ofbeldi. Við þurfum að gera betur hvað þetta varðar og vinnan miðar að því,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Árið 2023 voru skráðar 92 beiðnir um nálgunarbann hjá lögreglu og í fyrra voru þær 79. Horft verður til norskrar löggjafar við breytingar á hinni íslensku. „Fólk á ekki að þurfa að búa við það að verða í langan tíma fyrir ónæði, ógnunum, hótunum og raski á sínu lífi vegna þess að lögin okkar og kerfin hafa ekki verkfærin til að taka á því. Markmið mitt er að breyta þessu.“ Í hópnum munu sitja Anna Barbara Andradóttir frá ríkissaksóknara, Kristín Alda Jónsdóttir frá ríkislögreglustjóra, Hildur Sunna Pálmadóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfið – Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Jakob Birgisson fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins og Drífa Kristín Sigurðardóttir er formaður hópsins. Hugnast að taka upp notkun ökklabands Ríkissaksóknari gaf í fyrra út þau tilmæli að nota ætti öklaband í auknum mæli þegar brotið væri ítrekað gegn nálgunarbanni. Dómsmálaráðherra hugnast vel að nota slíkt í auknum mæli. „Það er verið að elta fólk uppi, sitja um það, mæta á vinnustað, hringja á öllum tímum sólarhrings, senda skilaboð. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Þannig að ökklabönd eiga og geta hjálpað til við að koma í veg fyrir svona háttsemi þegar nálgunarbanni er komið á. Það sem við ætlum okkur að ná fram með þessu er að löggjöfin verði skýr og að framkvæmdin verði skýr. Svona háttsemi á ekki að líðast í samfélaginu.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42
Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36