Gert að greiða fyrrverandi manni sínum bætur vegna dreifingar á nektarmynd Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 16:50 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/vilhelm Kona sem var dæmd fyrir afla sér og dreifa nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu var í dag gert að greiða honum 486.500 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum. Henni var einnig gert að greiða 669.600 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness en Hæstiréttur sakfelldi konuna í lok janúar síðastliðnum fyrir kynferðisbrot með því að hafa í ágúst 2020 aflað sér og dreift með tölvupósti til tveggja kvenna nektarmynd af manninum sem sýndi getnaðarlim hans og tveimur nektarmyndum af konunni sem sýndu brjóst hennar og andlit. Við mat á fjárhæð miskabóta horfði héraðsdómur til þess að brotin hafi verið til þess fallin að valda fólkinu vanlíðan og sálrænu tjóni. Þá hafi framferði konunnar verið vanvirðandi og falið í sér ósiðlegt og særandi athæfandi gagnvart þeim báðum. Gjafsóknarkostnaður beggja stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanna upp á um 669.000 krónur. Greiðir konunni einnig í kjölfar sáttar Konan var ákærð af Héraðssaksóknara í september árið 2022 en sýknuð af refsiverðri háttsemi í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar 2023. Málinu var þá vísað til Landsréttar sem sneri dómnum við og sakfelldi konuna í mars 2024. Í janúar 2025 staðfesti Hæstiréttur svo dóm Landsréttar um þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í kjölfarið voru einkaréttarkröfur fórnarlambanna tveggja teknar aftur til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Áður en málsmeðferð hófst í síðustu viku gerði hin sakfellda sátt við konuna á myndunum og féllst á að greiða henni 680.000 krónur í miskabætur og vexti. Eftir stóð ágreiningur um bætur til fyrrverandi eiginmannsins og málskostnað stefnendanna beggja. Líkt og áður segir var konan að lokum dæmd til að greiða honum 486.500 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum og 669.600 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Konan var sakfelld fyrir brotið í Hæstirétti í janúar.Vísir/Vilhelm Sakfelld fyrir lostugt athæfi Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Hún var upphaflega sýknuð í héraðsdómi sem taldi háttsemina ekki dæmi um lostugt athæfi. Landsréttur var ósammála, vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug og sagði að hvaða hvatir liggi að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var svo komist að þeirri niðurstöðu að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún áðurnefndum nektarmyndum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði út um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar, að því er fram kemur í dómi. Sendi hún síðan umræddan tölvupóst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra en þar á meðal voru umræddar nektarmyndir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. 29. janúar 2025 15:41 „Lostugt“ að deila myndum í bræði af eiginmanninum og annarri konu Kona sem deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu hefur hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Landsréttur felldi þann dóm í dag, en héraðsdómur hafði áður sýknað konuna. 15. mars 2024 15:58 Dreifing á nektarmyndum af eiginmanni ekki „lostugt athæfi“ Kona var í dag sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Samkvæmt dómi telst háttsemin ekki „lostugt athæfi“. 7. febrúar 2023 16:08 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness en Hæstiréttur sakfelldi konuna í lok janúar síðastliðnum fyrir kynferðisbrot með því að hafa í ágúst 2020 aflað sér og dreift með tölvupósti til tveggja kvenna nektarmynd af manninum sem sýndi getnaðarlim hans og tveimur nektarmyndum af konunni sem sýndu brjóst hennar og andlit. Við mat á fjárhæð miskabóta horfði héraðsdómur til þess að brotin hafi verið til þess fallin að valda fólkinu vanlíðan og sálrænu tjóni. Þá hafi framferði konunnar verið vanvirðandi og falið í sér ósiðlegt og særandi athæfandi gagnvart þeim báðum. Gjafsóknarkostnaður beggja stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanna upp á um 669.000 krónur. Greiðir konunni einnig í kjölfar sáttar Konan var ákærð af Héraðssaksóknara í september árið 2022 en sýknuð af refsiverðri háttsemi í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar 2023. Málinu var þá vísað til Landsréttar sem sneri dómnum við og sakfelldi konuna í mars 2024. Í janúar 2025 staðfesti Hæstiréttur svo dóm Landsréttar um þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í kjölfarið voru einkaréttarkröfur fórnarlambanna tveggja teknar aftur til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Áður en málsmeðferð hófst í síðustu viku gerði hin sakfellda sátt við konuna á myndunum og féllst á að greiða henni 680.000 krónur í miskabætur og vexti. Eftir stóð ágreiningur um bætur til fyrrverandi eiginmannsins og málskostnað stefnendanna beggja. Líkt og áður segir var konan að lokum dæmd til að greiða honum 486.500 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum og 669.600 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Konan var sakfelld fyrir brotið í Hæstirétti í janúar.Vísir/Vilhelm Sakfelld fyrir lostugt athæfi Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Hún var upphaflega sýknuð í héraðsdómi sem taldi háttsemina ekki dæmi um lostugt athæfi. Landsréttur var ósammála, vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug og sagði að hvaða hvatir liggi að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var svo komist að þeirri niðurstöðu að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún áðurnefndum nektarmyndum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði út um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar, að því er fram kemur í dómi. Sendi hún síðan umræddan tölvupóst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra en þar á meðal voru umræddar nektarmyndir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. 29. janúar 2025 15:41 „Lostugt“ að deila myndum í bræði af eiginmanninum og annarri konu Kona sem deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu hefur hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Landsréttur felldi þann dóm í dag, en héraðsdómur hafði áður sýknað konuna. 15. mars 2024 15:58 Dreifing á nektarmyndum af eiginmanni ekki „lostugt athæfi“ Kona var í dag sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Samkvæmt dómi telst háttsemin ekki „lostugt athæfi“. 7. febrúar 2023 16:08 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Sjá meira
Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. 29. janúar 2025 15:41
„Lostugt“ að deila myndum í bræði af eiginmanninum og annarri konu Kona sem deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu hefur hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Landsréttur felldi þann dóm í dag, en héraðsdómur hafði áður sýknað konuna. 15. mars 2024 15:58
Dreifing á nektarmyndum af eiginmanni ekki „lostugt athæfi“ Kona var í dag sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Samkvæmt dómi telst háttsemin ekki „lostugt athæfi“. 7. febrúar 2023 16:08
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir