Ítalski boltinn

Fréttamynd

Lo­ca­telli til Juventus

Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli er á leið til Juventus frá Sassuolo. Hann skrifar undir samning til ársins 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti sver fyrir áhuga á Ronaldo

Svo virðist vera að blaðamaður spænsku sjónvarpsstöðvarinnar El Chiringuito hafi skáldað upp frétt sína í morgun um að Carlo Ancelotti hefði áhuga á því að kaupa Cristiano Ronaldo til Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir neitaði til­boði Crotone | SPAL á­huga­samt

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er enn samningslaus eftir að hafa spilað með Brescia í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann sagði takk en nei takk við B-deildarlið Crotone um liðna helgi og því enn óvíst hvar hann mun spila á komandi leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Anna Björk til Inter

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Inter á Ítalíu. Hún skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum

Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, hefur farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum innan fótboltans þar í landi. Það geti hjálpað ítölskum félagsliðum að vinna sig út úr fjárhagsvandræðum sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst

Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus

Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu

Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur.

Fótbolti