Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Bætum verklag eftir náttúruhamfarir

Í byrjun árs mælti ég fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðarástand í Sydney vegna mikillar rigningar

Þúsundum íbúa suðausturhluta Sydney, stærstu borgar Ástralíu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikillar rigningar í borginni. Stærsta stífla borgarinnar er orðin yfirfull af vatni.

Erlent
Fréttamynd

Fimm létust í jarðskjálfta í Íran

Fimm eru látnir eftir snarpan jarðskjálfta í suðurhluta Íran í morgun. Jarðskjálftinn mældist 6,3 stig og fundu íbúar nágrannalanda Írans einnig fyrir honum.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir manna heimilis­laus eftir gríðarleg flóð

Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmalaus flóð í Yellowstone

Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn.

Erlent
Fréttamynd

Ekki nema nokkrir ára­tugir þar til jöklarnir hverfa

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu.

Innlent
Fréttamynd

25 látnir á Filipps­eyjum vegna hita­beltis­stormsins Megi

Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans.

Erlent
Fréttamynd

Lést í snjóflóðinu í gær

Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa meira fjármagn til að gera meira en bara að slökkva elda

Veðurstofan þarf að bæta upp tæplega 130 milljóna króna halla á næstu tveimur árum en starfsmenn telja niðurskurðaraðgerðir koma verulega niður á getu stofnunarinnar til að sinna brýnum verkefnum. Sérfræðingur á Veðurstofunni telur ljóst að auka þurfi fjármagn til stofnunarinnar í stað þess að skera niður.

Innlent
Fréttamynd

Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar

Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum.

Erlent
Fréttamynd

186 lík fundist í Petrópolis

Viku eftir að flóð og skriðuföll lögðu brasilísku borgina Petrópolis í rúst er talið að minnst 186 hafi farist í hamförunum. 69 einstaklinga er enn saknað að sögn lögreglu. Sú tala hefur farið lækkandi á seinustu dögum samhliða því að kennsl hafa verið borin á fleiri lík og aðrir fundið ástvini sína heila á húfi.

Erlent