Þau hús sem verið er að rýma eru á reitum ellefu og tólf. Áður höfðu hús á reiti fjögur verið rýmd.
Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Eskifirði eða hafa samband í síma 1717 ef þau eru með annan dvalarstað.
Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 15 og 16 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
Húsin eru:
Bleiksárhlíð 62 – 67 – 67a – 69
Fossagata 1
Bakkastígur 1
Grjótárgata 6 – þar með talið bílskúrar C/D/E
Tungustígur 1 – 3a
Strandgata 36 – 37a – 37b
Fyrr í dag var ákveðið að rýma fleiri hús í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu þar. Þá var einnig búið að rýma hús á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði.