Spænski boltinn

Fréttamynd

Yaya Toure ánægður hjá Barcelona

Miðjumaðurinn Yaya Toure viðurkennir að hafa rætt við Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í sumar. Hann segist þó vera mjög sáttur í herbúðum Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Ajax segir ekkert hæft í fréttum af Huntelaar

Forseti hollenska úrvalsdeildarfélagsins Ajax segir ekkert hæft í þeim fregnum að félagið sé við það að ganga frá samningum þess efnis að Klaas Jan Huntelaar, leikmaður Ajax, verði seldur til Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Huntelaar á leið til Real Madrid

Hollenski sóknarmaðurinn Klaas Jan Huntelaar er á leið frá Ajax í heimalandinu og til spænska stórliðsins Real Madrid. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Espanyol rekinn

Espanyol tilkynnti í dag að félagið hefði ákveðið að leysa Bartolome Marquez frá störfum eftir tap á heimavelli gegn Sporting Gijon um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Kærkominn sigur Real Madrid

Bernd Schuster, stjóri Real Madrid, gat leyft sér að anda léttar eftir að hans menn unnu 1-0 sigur á Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Real tapaði fyrir Valladolid

Talið er að þjálfarastóllinn sé nú farinn að hitna verulega undir Þjóðverjanum Bernd Schuster eftir að lið hans Real Madrid tapaði 1-0 fyrir Valladolid í spænsku deildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Litli Ronaldo til Real Madrid

Real Madrid mun hafa gengið frá samningum við hinn sextán ára Brasilíumann Alipio Duarte Brandano sem leikur með neðrideildarliði í Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy úr leik hjá Real Madrid

Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid getur ekki spilað meira með liði sínu Real Madrid á leiktíðinni. Hann hefur gengist undir aðgerð vegna hnémeiðsla í Bandaríkjunum og verður frá í sex til níu mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi tryggði Barcelona sigur

Barcelona vann í kvöld 1-0 sigur á Benidorm í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Börsunga sem eru komnir áfram í 16-liða úrslitin.

Fótbolti
Fréttamynd

Vandræði í varnarleik Real

Bernd Schuster þjálfari Real Madrid segist engin svör hafa við lélegum varnarleik liðsins í undanförnum leikjum. Real var slegið út úr Konungsbikarnum í vikunni þegar það gerði jafntefli við smáliðið Real Union.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid féll úr bikarnum gegn liði í 3. deild

Real Union, sem leikur í 3. deild spænska boltans, náði í kvöld því afreki að slá stórlið Real Madrid út úr Konungsbikarnum. Tvær viðureignir þessara liða enduðu samtals með jafntefli 6-6 en Real Union fer áfram á fleiri mörkum á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Hæsta markaskor í hálfa öld

Spænska stórliðið Barcelona hefur verið mjög duglegt við að skora það sem af er leiktíðar og hefur skorað 34 mörk í fyrstu 10 deildarleikjunum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Villarreal enn taplaust

Fjölmargir leikir voru í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Villarreal vann 2-1 sigur á Almeria og er enn eina taplausa liðið í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður inn fyrir Iniesta

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben frá í sex vikur

Arjen Robben verður frá að minnsta kosti næstu sex vikurnar eftir að hann tognaði á lærvöðva í leik Real Madrid og Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fótbolti