Spænski boltinn

Fréttamynd

Dáleiddir i eina mínútu og 49 sekúndur

Á heimasíðu Barcelona-liðsins hafa Barca-menn tekið saman aðdragandann að seinna markinu sem Bojan Krkic skoraði í 2-0 sigri á Almeria í spænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en sigurinn færði liðinu sex stiga forskot á Real Madrid á nýjan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham aftur til Real Madrid?

Það eru margar furðulegar sögusagnir í gangi hjá Real Madrid þessa dagana enda forsetakjör framundan. Þá reyna frambjóðendur einmitt að kaupa sér atkvæði með því að lofa að kaupa þennan og hinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan ánægður hjá Barcelona

Bojan Krkic segist vera ánægður hjá Barcelona og vilji ekki fara frá félaginu þó svo að hann sé ekki með fast sæti í byrjunarliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona endurheimti sex stiga forskot sitt

Pep Guardiola valdi táninginn Bojan Krkic yfir markahæsta leikmann spænsku deildarinnar, Samuel Eto’o, og Boban svaraði með því að skora bæði mörk Barcelona í 2-0 útisigri á Almeria í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa líklega á leiðinni til Manchester City

Manchester-borg er orðinn líklegt framtíðarheimili fyrir Spánverjann David Villa sem spilar með Valenica á Spáni. Viðræður eru hafnar á milli Manchester City og Valenica og spænska blaðið Sport heldur því fram að enska liðið sé það eina sem er tilbúið að borga uppgefið verð sem er ekki í lægri kantinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Töpuðu ekki leik í Meistaradeildinni en eru samt úr leik

Spænska liðið Atlético Madrid datt út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinn í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli í seinni leik sínum á móti FC Porto. Porto fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Dudek langar aftur til Hollands

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Real Madrid virðist nú vera orðinn leiður á að vera varaskeifa fyrir Iker Casillas og segist hafa hug á að fara aftur til gamla liðsins síns Feyenoord í Hollandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona gisti á Hotel La Florida í nótt

Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, tók alla 22 leikmenn sína með á hótelið fyrir leikinn á móti Lyon í kvöld og ætlar að bíða með það fram á síðustu stundu að velja 18 manna hóp.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapaði - Real með stórsigur

Þremur leikjum er lokið í spænsku deildinni í knattspyrnu í kvöld. Barcelona tapaði 2-1 á heimavelli fyrir grönnum sínum í Espanyol, sem fyrir vikið lyftu sér af botninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan gæti boðið í Eto´o í sumar

Ítalska blaðið Gazzetta Dello Sport segir að forráðamenn AC Milan hafi þegar sett sig í samband við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona sem og umboðsmann hans um að ganga í raðir Milan í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Drenthe er að fara á taugum

Hollenski kantmaðurinn Royston Drenthe hefur ekki verið í leikmannahópi Real Madrid í síðustu þremur leikjum eftir að stuðningsmenn liðsins bauluðu á hann í síðasta mánuði.

Fótbolti