Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Bíla­kaup verðandi for­seta og Druslugangan

Hvorki Halla Tómadóttir né forstjóri Brimborgar hafa gefið upp hversu mikinn afslátt tilvonandi forsetahjón fengu þegar þau keyptu bíl af umboðinu. Sölumaður umboðsins kallar afsláttinn hins vegar skyldmennakjör. Sérfræðingur í siðfræði segir mikilvægt að fullkomið gagnsæi ríki í málinu. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi forseta Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­mat og nafnabreytingar brotamanna

Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur og búist er við næsta gosi eftir rúmar tvær vikur. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir neðan þá sem eru nú þegar við Grindavík. Nýs hættumats Veðurstofunnar er að vænta í dag og fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bilun á heims­vísu og að­stæður hjólhýsabúa

Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Þrýstingur á Biden og leigu­verð á hraðri upp­leið

Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka og hátt settir demókratar láta nú í sér heyra. Á sama tíma er Trump á siglingu í könnunum og varaforsetaefni hans ávarpaði landsþing repúblikana í gær við dynjandi lófatak. Fjallað verður um stjórnmálin vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Fréttir
Fréttamynd

Kourani, bana­til­ræði við Trump og efnhagsmálin

Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani var ákærður fyrir að reyna að bana Mustafa Al Hamoodi, eiganda verslunarinnar, með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot. Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Skot­á­rás gegn Trump, baktería í neyslu­vatni og veð­mála­starf­semi

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð fyrir skoti í árás á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Árásin er rannsökuð sem morðtilræði en einn lést í árásinni auk árásarmannsins sem var drepinn á vettvangi. Líklegt þykir að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjóri um Carbfix og vonskuveður um hásumar

Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Læknaskortur og sjávar­háski

Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags íslenskra heimilislækna sem segir að skort á heimilislæknum megi meðal annars rekja til þess hversu margir séu að láta af störfum vegna aldurs. 

Innlent
Fréttamynd

Kosningar, upp­bygging í Grafar­vogi og há­lendi­svakt

Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hann kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Fjallað eru kosningarnar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst ekki flýta bílabanni og efa­semdir um nýtt eld­gos

Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að ekki hefjist nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni, þó að Veðurstofan mæli hraðara landris. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Innlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls

Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent