Innlent

Niður­greidd sál­fræði­þjónusta, tollar á lyf og hitamet

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkissins geti numið um þremur milljörðum á ári.

Mögulegt er að tollar Bandaríkjanna á íslenskan útflutning muni bráðum ná til lyfja, sem hingað til hafa verið undanskilin tollunum, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Búast megi við því að fyrirtæki þurfi að hagræða í rekstri sínum, fáist ekki dregið úr tollunum eða þeir afnumdir.

Óprúttnir aðilar hrella nú landsmenn með því að hóta að rjúfa rafmagnið heima hjá þeim. Um er að ræða svikapóst sem viðskiptavinum Veitna og HS Veitna hefur borist sem varar við liðnum greiðslufresti á rafmagnsreikningnum. 

Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á. 

Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund Trump og Putin sem fram fer í Alaska á föstudag.  Zelensky hefur sagt að ekki komi til greina að gefa eftir Donbas-héruðin, ekki síst vegna þess að Rússar myndu nota þau sem stökkpall fyrir frekari landvinninga síðar meir.

Hitamet falla í Evrópu, meðal annars í Króatíu og suðurhluta Frakklands - þar sem hitinn mældist yfir fjörutíu gráður á yfir 40 prósent veðurstöðva. Gróðureldar í álfunni hafa farið yfir fjögur þúsund ferkílótmetra, sem er 87 prósent stærra svæði en meðaltalið síðustu tvo áratugi.

Íslensk hestakona lauk keppni í erfiðustu kappreiðum í heimi í dag. Hún er ánægð með að hafa náð að ljúka keppninni og fagnar árangrinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×