Innlent

Ó­breyttir stýrisvextir, sam­ræmd námspróf og breytt snið á Menningar­nótt

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um óbreytta stýrivextir.  Seðlabankastjóri biður um þolinmæði en formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina vera að þróast í ranga átt.

Í hádegisfréttum verður rætt við Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur en Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár. Dagskrá verður flýtt um klukkustund og mínútu þögn verður til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. 

Norsku kafararnir leita í dag að eldislaxi í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Enn er beðið niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku svo hægt sé að rekja hvaðan þeir komu. 

Fjallað verður um samræmt námspróf í Kópavogi sem nemendum í grunnskólum bæjarins verður skylt að taka frá og með vorinu 2026. Markmiðið er, að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra, að sjá hvar skólarnir standa miðað við aðra skóla á landsvísu. 

Í sportinu er mikil eftirvænting fyrir Evrópumót karla sem hefst á næstu dögum og svo heldur dramatíkin áfram varðandi félagaskipti Alexanders Isaks í enska boltanum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×