Ástin á götunni

Fréttamynd

Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ

Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Roy Keane bara einn af mörgum

Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir Þór: Ég át hann bara

Ásgeir Þór Magnússon, varamarkvörður Íslands, átti frábæra innkomu í síðari hálfleik gegn Norðmönnum þegar hann varði vítaspyrnu með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur

Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Engar skyndilausnir í boði

Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið

Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur

Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kominn tími á erlendan þjálfara

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish

Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn.

Íslenski boltinn