"Hraunar yfir mig með bjór, burger og flotta húfu uppi í stúku” Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2013 11:01 Mynd/Samsett Knattspyrnumaðurinn Halldór Hilmisson vandar Jóni Kaldal, formanni knattspyrnudeildar Þróttar, ekki kveðjurnar í bréfi sem hann ritar til stuðningsmanna Þróttar á Fésbókarsíðu þeirra í dag. Í bréfinu fer Halldór afar hörðum orðum um Jón og hans starf sem formaður. Segir hann formanninn hafa staðið sig ófagmannlega í starfi, skipt sér of mikið af þjálfarahlutverkinu, komið illa fram við leikmenn félagsins og kallar hann „sjarmörinn", „hipsterwannabe-ið" og „eins manns egó-flipp". „Það vakti furðu mína, en kom mér þó ekki á óvart, stuttu eftir áðurnefnda atburði, að sjá formanninn vera í fjölmiðlaviðtali að ræða það að ég væri hættur og það ekki í fyrsta skipti einsog hann orðaði það. Sérstaklega furðulegt í ljósi þess að hann hefur aldrei rætt það við mig hvorki fyrr né síðar. Hann hefur frekar kosið að vera með flotta húfu, burger og bjór uppí stúku að hrauna yfir mig og aðra í vitna viðurvist. Virkilega fagmannleg og formannsleg framkoma," skrifar Halldór í bréfinu. Halldór segist hafa gefið af sér mikið til Þróttar í gegnum tíðina og meðal annars kosið að spila fyrir meistaraflokk félagins í næstefstu deild þrátt fyrir tilboð frá fjórum félögum í efstu deild. „Að lokum vill ég þakka þeim þremur einstaklingum sem hafa sér sé fært um að þakka mér fyrir veruna í Þrótti og óskað mér velfarnaðar. Sollu, Sigurði Sveinbjörnssyni og ungum aðdáanda Þróttar Margeiri Þór. Dálítið sérstakt að 10 ára barn sé kurteisara en margt fullorðið fólk," skrifar Halldór í bréfinu harðorða. Bréf Halldórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Ágæta stuðningsfólk Þróttar í Reykjavík,Í ljósi þess að ég er ekki lengur leikmaður Þróttar þá langar mig að skrifa nokkur orð. Ég hef ávallt kosið það heldur að segja minna og reyna að láta verkin tala. Allir geta talað en heldur færri staðið við stóru orðin, hvergi á þetta betur við en í knattspyrnu. Ég ætla þó hér, að viðskilnaði til frambúðar við þetta félag & þennan félagsskap að stíga ofan í sandkassann og segja ákveðna hluti umbúðarlaust. Einhverjum mun eflaust ekki þóknast slíkt, einhverjum verður ugglaust ekki ánægja af, einhverjum mun án efa þykja þetta ekki eiga við.Við þessa aðila og hina nýju upplýsingafulltrúa stjórnar sem birtust nýlega upp úr þurru (eftir að hafa ekki séð sér fært um að gera neitt eða segja neitt þar til fyrir mánuði síðan) hef ég þetta að segja. Hvað með það? Hér ættu að vera skoðanaskipti, þótt fámenn hafi verið, og þar sem ég tala eingöngu fyrir sjálfan mig og er ekki talsmaður þrýstihóps, samtaka, stofnunar eða óhóflega metnaðarfullra foreldra er mér slétt sama hvað fólki finnst um skoðanir mínar. Ef menn gera líka hluti af einurð, staðfestu, fagmennsku, mannvirðingu og á heilsteyptan máta ættu menn ekki að hræðast neitt.Að vera í þversögn við sjálfan sig er að mínu mati afskaplega slæm aðferðafræði svo vægt sé til orða tekið. Því vakti það furðu mína þegar menn fóru að tala um tilfinningasemi í sambandi við atburði er áttu sér stað í byrjun júlí. Menn sem vaða að því er virðist áfram í óheftri ómarkvissri tilfinningasemi, allt er ýmist í ökkla eða eyra eða skipt er um viðhorf og skoðanir eftir því hvaðan vindurinn blæs, ættu ekki að vera að tala um tilfinningasemi. Sérstaklega ekki þegar þeirra helsta viðkvæði er að Þrótt beri að styðja hvað sem svo sem er, sem er jú ákkúrat ekkert annað en hrein og óheft tillfinningasemi.Ég held að ég geti fullyrt að það var ekki af einskærri tilfinningasemi við fyrrverandi þjálfara Þróttar sem einhverjir gengu frá borði í byrjun júlí þegar sá þjálfari var rekinn. Þó vissulega væri hægt að halda því fram að sá aðili sé einstaklingur sem eigi það virkilega skilið og meira en margir aðrir að honum sé sýndur stuðningur og virðing. Ég held að ég geti fullyrt að það hafi komið til þessa fyrst og fremst vegna þess að mönnum hafi blöskrað framkoma og vinnubrögð til langs tíma, þessa eins manns egó-flipps betur þekktur sem stjórn knattspyrnudeildar.Menn gengu frá borði vegna fáránlegrar framkomu og hroka formanns deildarinnar til langs tíma við alla þá er hafa komið að meistaraflokki karla síðastliðin ár. Ég hef verið í þessu lengur en ég kæri mig um að muna og hef séð ýmislegt fjarstæðukennt en ég hef aldrei séð jafn lítil, léleg og fáránleg vinnubrögð og viðhorf og ég hef séð frá þessari stjórn. Ég segi stjórn en ég á bara við einn mann, formann deildarinnar, þar sem hann virðist hafa hrúgað í kringum sig já-mönnum sem sjá ekki sólina fyrir honum, eða þora ekki að mótmæla eða segja nokkurn skapaðan hlut út frá sjálfum sér. Ég hef aldrei séð annan eins hroka, vanvirðingu og lítilsvirðingu og ég hef séð frá núverandi formanni knattspyrnudeildar. Aldrei nokkurn tímann.Nei réttlætiskennd manna og siðferðistilfinningu var einfaldlega misboðið og þegar slíkt á sér stað, ganga menn frá borði því valmöguleikarnir eru fáir þegar maður með drottnunar-blæti hefur smokrað sér í valdastöðu. Á það jafnt á við um hvort um sé að ræða kaupfélagið á Stokkseyri, ríkisstjórn Miðbaugs-Giníeu eða pínkulítið knattspyrnufélag á norðurhjara veraldar.Það vakti furðu mína, en kom mér þó ekki á óvart, stuttu eftir áðurnefnda atburði, að sjá formanninn vera í fjölmiðlaviðtali að ræða það að ég væri hættur og það ekki í fyrsta skipti einsog hann orðaði það. Sérstaklega furðulegt í ljósi þess að hann hefur aldrei rætt það við mig hvorki fyrr né síðar. Hann hefur frekar kosið að vera með flotta húfu, burger og bjór uppí stúku að hrauna yfir mig og aðra í vitna viðurvist. Virkilega fagmannleg og formannsleg framkoma.Ennþá skrýtnara er að hann skuli ræða það þar á þeim nótum að það sé nokkurs konar tómstundargaman hjá mér að fara úr félaginu, sérstaklega í ljósi þess að ég hef spilað ansi mörg ár hjá félaginu (allt í allt 9 tímabil ef minnið svíkur ekki) þrátt fyrir boð um annað. Eitt árið neitaði ég t.a.m 4 úrvalsdeildarliðum til þess að spila með Þrótti í næstefstudeild. Einhver gæti því haldið því fram að það að segja að maður sem hefur eytt bróðurhlutanum af sínum ferli undir merkjum félags, vilji ekki spila fyrir þetta félag sé rökfræðileg sjálfshelda og mótsögn en ég leyfi öðrum að dæma um það.Ennfremur hvet ég þá sem ætla að fara að tala með tilfinningasemi um tryggð við félagið að stíga fram og halda því fram að ég hafi ekki haldið tryggð við Þrótt. Ég held að þeir tapi þeirri rökræðu alla leið. alla leið niður í bæ. Ég hef valið það að spila fyrir Þrótt oftar en einu sinni og þar vildi ég spila þar til fyrir stuttu. Ég hef hins vegar ekki áhuga á því að komið sé fram við mig einsog ég sé hálfviti.Þetta þykja mér því furðuleg vinnubrögð, viðhorf og framkoma. Kaldar kveðjur frá félagi og forsvarsmanni þess og ekki beint sæmandi slíkri ábyrgðarstöðu. Eða hvað?Ef ég er svona hræðilega gamall og lélegur og hann, stjórnin og þjálfarinn eru sammála um að gera verði eitthvað í málinu, sér það hver maður að hægt hefði verið að leysa málin á allt annan veg. En svona vinnubrögð og framkoma lykta af vanvirðingu, lítilsvirðingu og valdahroka.Lykta alla leið á Grundartanga.Vissulega hætti ég einu sinni í Þrótti en það var eftir tímabil, eftir ég hafði þvert gegn eigin vilja klárað mína plikt í umhverfi og aðstæðum sem ég kæri mig alls ekki um að rifja upp. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að formaðurinn rifjaði það dæmi upp í fjölmiðlum og vitnaði meira segja í eigin glapræði sem ritstjóra þegar hann minnist á það af fyrrabragði og meira að segja kvótar frasann „enginn er stærri en félagið“. Því vissulega var mannvinurinn, sjarmörinn, hipsterwannabe-ið og Þróttarinn mikli, formaður knattspyrnudeildar, ritstjóri þess dagblaðs sem birti heilsíðuopnugrein nokkra endur fyrir löngu. Þar gerði hann félaginu mikinn greiða.En tökum slaginn. Enginn er stærri en félagið. Ókei. En félög eru ekki stærri en einstaklingurinn. Félög eru ekkert annað en fólk og einstaklingar. Án þáttöku og starfs einstaklinga er einfaldlega ekkert félag. Því tel ég, að félag(eða talsmaður þess) sem kemur fram af hroka, vanvirðingu og lítilsvirðingu þurfi að setjast í langa og gagngera naflaskoðun. Annars verður ekkert fólk eftir. Og ekkert fólk þýðir ekkert félag.Ef menn vilja gera breytingar eða skoða stöðuna eða taka erfiðar ákvarðanir, sem eru vissulega stundum nauðsynlegar, stundum ekki, þá er alltaf hægt að gera slíkt og það er oft gert. En það er gert í samstarfi, með umræðum og samvinnu. Ekki í egóflippi, með stælum og hroka. Ég sjálfur hef verið í öðrum félögum og séð það með eigin augum að stundum gerast hlutir, erfiðar ákvarðanir eru teknir og svo framvegis. Það er einfaldlega gert af meiri fagmennsku annars staðar, meiri mannvirðingu og miklu miklu miklu miklu minni hroka, stælum og leiðindum.Einhver sagði að menn yrðu að gefa sér það að mjög faglega hefið verið staðið að hlutum. Ég get fullvissað fólk um að svo var ekki og hefur aldrei verið hjá þessari eins manns stjórn. Hversu faglegt er það að vera farinn að hringja út um allan bæ að leita að þjálfara eftir 2-3 leiki í deild? Og halda að slíkt spyrjist ekki út í hinum litla heimi sem knattspyrna á Íslandi er. Hversu faglegt er það tilkynna ekki innanbúðarfólki breytingar fyrst, heldur vera nánast með puttann á takkanum til að senda út fréttatilkynningu til fjölmiðla um leið og fundi lýkur. Svo snöggt var það að fréttin var komin út áður en fyrrverandi þjálfari náði að tilkynna það persónulega til sinnar fjölskyldu. Hversu faglegt er það að menn uppi á skaga vissu um breytingar í Þrótti fyrir helgi en Þróttarar sjálfir ekki fyrr en á mánudegi? Hversu faglegt er það að í fyrsta skipti í 3 ár stígur formaður inní klefann þegar hann kynnir nýjan þjálfara? var það kannski af því að fyrri þjálfari var ekki „hans“ maður og hann vildi ekki koma nálægt þessu nema hann réði gaurinn inn?Hversu faglegt er það að bjóða nýjan leikmann, eins og Guðjón Gunnarsson, velkominn með því að hunsa hann, gagnrýna komu hans og neita að lokum að skrifa undir félagsskipti fyrir hann og bera fyrir sig að það sé of dýrt. Guðjón kom frítt til Þróttar og eingöngu þurfti að greiða grunnupphæðir fyrir félagsskipti fyrir hann. Nú nokkrum mánðuðum síðar er hægt að hafa tvo þjálfara á launum og hrúga inn leikmönnum. Áður en fólk hraunar yfir Guðjón ætti fólk að spyrja sig hverslags viðtökur hann fékk frá félaginu. Að mínu mati voru þær fyrir neðan allar hellur og eina fólkið sem kom vel fram við hann var fyrrverandi þjálfarateymi, liðstjórn og meistaraflokksráð. Ekki skrýtið þegar eina fólkið sem kemur vel fram við hann og vill hafa hann hér, er farið, að maðurinn fari einfaldlega í burtu.Hversu faglegt er það að formaður sé einnig foreldri og í forsvari fyrir foreldra í öðrum flokki og sé í sífellu að fetta fingur útí hver æfi og hver ekki, hver spili og hver ekki? Haldið þið að slíkt eigi sér stað í öðrum félögum? Haldið þið að Heimir Guðjónsson myndi taka það í mál að einhver formaður sé að segja honum hvernig hann eigi að þjálfa sitt lið?Það held ég nú ekki. Þjálfarinn þjálfar liðið. Formaðurinn gerir það ekki. Það myndi aldrei nokkur maður ráða Jón Kaldal sem þjálfara, enda er hann algerlega reynslulaus sem knattspyrnumaður og þjálfari og þetta er hans fyrsta starf sem formaður knattspyrnudeildar. Hann á að mínu mati margt ólært í því starfi sem og mannlegum samskiptum.Hversu faglegt er það að formaðurinn banni þjálfara liðsins að taka mann sem valinn var besti maður annars flokks og er að mínu mati einn efnilegasti varnarmaður félagsins, uppí meistaraflokk. Berji í borðið og segji „þessi maður æfir ekki og spilar ekki með meistaraflokk“ og beri fyrir sig þeim rökum að hann sé ekki á samning. Á sama tíma er það verk formannsins að gera við þennan dreng samning. Á sama tíma er formaðurinn að krefjast þess að aðrir drengir, sumir hverjir ekki á samning, æfi og spili með meistaraflokk. Hvaða rétt, reynslu og þekkingu hefur formaðurinn fyrir að fara í slíkan mannamun? Og er slíkur persónulegur misjöfnuður eðlilegur yfirhöfuð?Hér hefur einnig verið rætt um Aron Bjarnason, sem er að mínu mati langmesta efni sem Þróttur hefur alið af sér fyrr og síðar. Ég er ákkúrat ekkert hissa á því að hann vilji yfirgefa félagið. Hér hefur verið innanbúðar í nokkurn tíma Ungverji nokkur sem hefur smokrað sér á öxlina á formanninum og með mannvonsku og illindum gert allt sem hann hefur getað til að gera hag Arons hvað verstan. Því miður hefur formaðurinn gleypt þetta eða kannski er þetta bara hans skoðun líka. Og hinn mikli fagmaður hinn nýji þjálfari hefur apað þetta eftir þeim. Hversu eðlilegt er það að taka mann fyrir í sífellu? Niðurlægja hann og segja honum að hann sé lélagasti leikmaður liðsins, geti ekkert og amma viðkomandi sé betri en hann?Gott stuff fyrir ungan mann að heyra slíkt? Er þetta agi og fagmennska eða eitthvað annað?Ég hef verið í þessu lengi og heyrt ýmislegt og séð. Töfralausnir eru algegnt viðkvæði hjá mörgum. Það þarf bara að gera þetta. Eða hitt. Þessi þarf bara að hætta eða þessi þarf bara að vera í liðinu og svo framvegi. Því miður eru ekki til neinar töfralausnir í þessu. Annars væru allir að beita þeim. Fótbolti er ekki tölvuleikur eða nöfn á blaði. Hér hef ég séð marga sérfræðingana, með mismikla ef einhverja reynslu af leiknum sjálfum, vaða áfram með allskyns orð og hugtök. Orð einsog taktík, fagmennska, agi.Ég held að menn ættu aðeins að nota hausinn og spyrja hvað þetta standi fyrir og hvað ekki, áður en þeir fara að nota þessi hugtök yfir hluti sem eru að gerast, voru að gerast og eiga eftir að gerast í framtíðinni.Hversu eðlilegt er það að menn hrauni yfir störf fyrrverandi liðstjóra og meistaraflokksráðs án þess að kynna sér nokkuð þeirra störf.Ég get sagt það að fyrir mitt leyti var þetta fólk að sinna fórnfúsu og óeigingjörnu starfi fyrir félagið, og liðið og gerði það á einstaklega faglegan og góðan hátt. Ég ætla ekki að giska á hvað mikinn pening úr eigin vasa þessir menn lögðu í þetta starf, eða hversu miklum tíma þeir eyddu í það en ég veit það sem og allir leikmenn liðsins að það var mikið.Og þær þakkir sem þessir menn hlutu fyrir þetta voru skítur og skömm.Faglegt? Gott? Professional? Þróttaralegt?Nei ákkúrat ekkert eðlilegt við þetta. Og það er ákkúrat ekkert eðlilegt við framkomu og störf þessa formanns deildarinnar.Að lokum vill ég þakka þeim þremur einstaklingum sem hafa sér sé fært um að þakka mér fyrir veruna í Þrótti og óskað mér velfarnaðar. Sollu, Sigurði Sveinbjörnssyni og ungum aðdáanda Þróttar Margeiri Þór. Dálítið sérstakt að 10 ára barn sé kurteisara en margt fullorðið fólk.ég mun nú yfirgefa þennan félagsskap hér á netinu og þeir sem vilja getað ausað yfir mig skítkasti einsog þeir vilja.Bless, bless Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Halldór Hilmisson vandar Jóni Kaldal, formanni knattspyrnudeildar Þróttar, ekki kveðjurnar í bréfi sem hann ritar til stuðningsmanna Þróttar á Fésbókarsíðu þeirra í dag. Í bréfinu fer Halldór afar hörðum orðum um Jón og hans starf sem formaður. Segir hann formanninn hafa staðið sig ófagmannlega í starfi, skipt sér of mikið af þjálfarahlutverkinu, komið illa fram við leikmenn félagsins og kallar hann „sjarmörinn", „hipsterwannabe-ið" og „eins manns egó-flipp". „Það vakti furðu mína, en kom mér þó ekki á óvart, stuttu eftir áðurnefnda atburði, að sjá formanninn vera í fjölmiðlaviðtali að ræða það að ég væri hættur og það ekki í fyrsta skipti einsog hann orðaði það. Sérstaklega furðulegt í ljósi þess að hann hefur aldrei rætt það við mig hvorki fyrr né síðar. Hann hefur frekar kosið að vera með flotta húfu, burger og bjór uppí stúku að hrauna yfir mig og aðra í vitna viðurvist. Virkilega fagmannleg og formannsleg framkoma," skrifar Halldór í bréfinu. Halldór segist hafa gefið af sér mikið til Þróttar í gegnum tíðina og meðal annars kosið að spila fyrir meistaraflokk félagins í næstefstu deild þrátt fyrir tilboð frá fjórum félögum í efstu deild. „Að lokum vill ég þakka þeim þremur einstaklingum sem hafa sér sé fært um að þakka mér fyrir veruna í Þrótti og óskað mér velfarnaðar. Sollu, Sigurði Sveinbjörnssyni og ungum aðdáanda Þróttar Margeiri Þór. Dálítið sérstakt að 10 ára barn sé kurteisara en margt fullorðið fólk," skrifar Halldór í bréfinu harðorða. Bréf Halldórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Ágæta stuðningsfólk Þróttar í Reykjavík,Í ljósi þess að ég er ekki lengur leikmaður Þróttar þá langar mig að skrifa nokkur orð. Ég hef ávallt kosið það heldur að segja minna og reyna að láta verkin tala. Allir geta talað en heldur færri staðið við stóru orðin, hvergi á þetta betur við en í knattspyrnu. Ég ætla þó hér, að viðskilnaði til frambúðar við þetta félag & þennan félagsskap að stíga ofan í sandkassann og segja ákveðna hluti umbúðarlaust. Einhverjum mun eflaust ekki þóknast slíkt, einhverjum verður ugglaust ekki ánægja af, einhverjum mun án efa þykja þetta ekki eiga við.Við þessa aðila og hina nýju upplýsingafulltrúa stjórnar sem birtust nýlega upp úr þurru (eftir að hafa ekki séð sér fært um að gera neitt eða segja neitt þar til fyrir mánuði síðan) hef ég þetta að segja. Hvað með það? Hér ættu að vera skoðanaskipti, þótt fámenn hafi verið, og þar sem ég tala eingöngu fyrir sjálfan mig og er ekki talsmaður þrýstihóps, samtaka, stofnunar eða óhóflega metnaðarfullra foreldra er mér slétt sama hvað fólki finnst um skoðanir mínar. Ef menn gera líka hluti af einurð, staðfestu, fagmennsku, mannvirðingu og á heilsteyptan máta ættu menn ekki að hræðast neitt.Að vera í þversögn við sjálfan sig er að mínu mati afskaplega slæm aðferðafræði svo vægt sé til orða tekið. Því vakti það furðu mína þegar menn fóru að tala um tilfinningasemi í sambandi við atburði er áttu sér stað í byrjun júlí. Menn sem vaða að því er virðist áfram í óheftri ómarkvissri tilfinningasemi, allt er ýmist í ökkla eða eyra eða skipt er um viðhorf og skoðanir eftir því hvaðan vindurinn blæs, ættu ekki að vera að tala um tilfinningasemi. Sérstaklega ekki þegar þeirra helsta viðkvæði er að Þrótt beri að styðja hvað sem svo sem er, sem er jú ákkúrat ekkert annað en hrein og óheft tillfinningasemi.Ég held að ég geti fullyrt að það var ekki af einskærri tilfinningasemi við fyrrverandi þjálfara Þróttar sem einhverjir gengu frá borði í byrjun júlí þegar sá þjálfari var rekinn. Þó vissulega væri hægt að halda því fram að sá aðili sé einstaklingur sem eigi það virkilega skilið og meira en margir aðrir að honum sé sýndur stuðningur og virðing. Ég held að ég geti fullyrt að það hafi komið til þessa fyrst og fremst vegna þess að mönnum hafi blöskrað framkoma og vinnubrögð til langs tíma, þessa eins manns egó-flipps betur þekktur sem stjórn knattspyrnudeildar.Menn gengu frá borði vegna fáránlegrar framkomu og hroka formanns deildarinnar til langs tíma við alla þá er hafa komið að meistaraflokki karla síðastliðin ár. Ég hef verið í þessu lengur en ég kæri mig um að muna og hef séð ýmislegt fjarstæðukennt en ég hef aldrei séð jafn lítil, léleg og fáránleg vinnubrögð og viðhorf og ég hef séð frá þessari stjórn. Ég segi stjórn en ég á bara við einn mann, formann deildarinnar, þar sem hann virðist hafa hrúgað í kringum sig já-mönnum sem sjá ekki sólina fyrir honum, eða þora ekki að mótmæla eða segja nokkurn skapaðan hlut út frá sjálfum sér. Ég hef aldrei séð annan eins hroka, vanvirðingu og lítilsvirðingu og ég hef séð frá núverandi formanni knattspyrnudeildar. Aldrei nokkurn tímann.Nei réttlætiskennd manna og siðferðistilfinningu var einfaldlega misboðið og þegar slíkt á sér stað, ganga menn frá borði því valmöguleikarnir eru fáir þegar maður með drottnunar-blæti hefur smokrað sér í valdastöðu. Á það jafnt á við um hvort um sé að ræða kaupfélagið á Stokkseyri, ríkisstjórn Miðbaugs-Giníeu eða pínkulítið knattspyrnufélag á norðurhjara veraldar.Það vakti furðu mína, en kom mér þó ekki á óvart, stuttu eftir áðurnefnda atburði, að sjá formanninn vera í fjölmiðlaviðtali að ræða það að ég væri hættur og það ekki í fyrsta skipti einsog hann orðaði það. Sérstaklega furðulegt í ljósi þess að hann hefur aldrei rætt það við mig hvorki fyrr né síðar. Hann hefur frekar kosið að vera með flotta húfu, burger og bjór uppí stúku að hrauna yfir mig og aðra í vitna viðurvist. Virkilega fagmannleg og formannsleg framkoma.Ennþá skrýtnara er að hann skuli ræða það þar á þeim nótum að það sé nokkurs konar tómstundargaman hjá mér að fara úr félaginu, sérstaklega í ljósi þess að ég hef spilað ansi mörg ár hjá félaginu (allt í allt 9 tímabil ef minnið svíkur ekki) þrátt fyrir boð um annað. Eitt árið neitaði ég t.a.m 4 úrvalsdeildarliðum til þess að spila með Þrótti í næstefstudeild. Einhver gæti því haldið því fram að það að segja að maður sem hefur eytt bróðurhlutanum af sínum ferli undir merkjum félags, vilji ekki spila fyrir þetta félag sé rökfræðileg sjálfshelda og mótsögn en ég leyfi öðrum að dæma um það.Ennfremur hvet ég þá sem ætla að fara að tala með tilfinningasemi um tryggð við félagið að stíga fram og halda því fram að ég hafi ekki haldið tryggð við Þrótt. Ég held að þeir tapi þeirri rökræðu alla leið. alla leið niður í bæ. Ég hef valið það að spila fyrir Þrótt oftar en einu sinni og þar vildi ég spila þar til fyrir stuttu. Ég hef hins vegar ekki áhuga á því að komið sé fram við mig einsog ég sé hálfviti.Þetta þykja mér því furðuleg vinnubrögð, viðhorf og framkoma. Kaldar kveðjur frá félagi og forsvarsmanni þess og ekki beint sæmandi slíkri ábyrgðarstöðu. Eða hvað?Ef ég er svona hræðilega gamall og lélegur og hann, stjórnin og þjálfarinn eru sammála um að gera verði eitthvað í málinu, sér það hver maður að hægt hefði verið að leysa málin á allt annan veg. En svona vinnubrögð og framkoma lykta af vanvirðingu, lítilsvirðingu og valdahroka.Lykta alla leið á Grundartanga.Vissulega hætti ég einu sinni í Þrótti en það var eftir tímabil, eftir ég hafði þvert gegn eigin vilja klárað mína plikt í umhverfi og aðstæðum sem ég kæri mig alls ekki um að rifja upp. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir að formaðurinn rifjaði það dæmi upp í fjölmiðlum og vitnaði meira segja í eigin glapræði sem ritstjóra þegar hann minnist á það af fyrrabragði og meira að segja kvótar frasann „enginn er stærri en félagið“. Því vissulega var mannvinurinn, sjarmörinn, hipsterwannabe-ið og Þróttarinn mikli, formaður knattspyrnudeildar, ritstjóri þess dagblaðs sem birti heilsíðuopnugrein nokkra endur fyrir löngu. Þar gerði hann félaginu mikinn greiða.En tökum slaginn. Enginn er stærri en félagið. Ókei. En félög eru ekki stærri en einstaklingurinn. Félög eru ekkert annað en fólk og einstaklingar. Án þáttöku og starfs einstaklinga er einfaldlega ekkert félag. Því tel ég, að félag(eða talsmaður þess) sem kemur fram af hroka, vanvirðingu og lítilsvirðingu þurfi að setjast í langa og gagngera naflaskoðun. Annars verður ekkert fólk eftir. Og ekkert fólk þýðir ekkert félag.Ef menn vilja gera breytingar eða skoða stöðuna eða taka erfiðar ákvarðanir, sem eru vissulega stundum nauðsynlegar, stundum ekki, þá er alltaf hægt að gera slíkt og það er oft gert. En það er gert í samstarfi, með umræðum og samvinnu. Ekki í egóflippi, með stælum og hroka. Ég sjálfur hef verið í öðrum félögum og séð það með eigin augum að stundum gerast hlutir, erfiðar ákvarðanir eru teknir og svo framvegis. Það er einfaldlega gert af meiri fagmennsku annars staðar, meiri mannvirðingu og miklu miklu miklu miklu minni hroka, stælum og leiðindum.Einhver sagði að menn yrðu að gefa sér það að mjög faglega hefið verið staðið að hlutum. Ég get fullvissað fólk um að svo var ekki og hefur aldrei verið hjá þessari eins manns stjórn. Hversu faglegt er það að vera farinn að hringja út um allan bæ að leita að þjálfara eftir 2-3 leiki í deild? Og halda að slíkt spyrjist ekki út í hinum litla heimi sem knattspyrna á Íslandi er. Hversu faglegt er það tilkynna ekki innanbúðarfólki breytingar fyrst, heldur vera nánast með puttann á takkanum til að senda út fréttatilkynningu til fjölmiðla um leið og fundi lýkur. Svo snöggt var það að fréttin var komin út áður en fyrrverandi þjálfari náði að tilkynna það persónulega til sinnar fjölskyldu. Hversu faglegt er það að menn uppi á skaga vissu um breytingar í Þrótti fyrir helgi en Þróttarar sjálfir ekki fyrr en á mánudegi? Hversu faglegt er það að í fyrsta skipti í 3 ár stígur formaður inní klefann þegar hann kynnir nýjan þjálfara? var það kannski af því að fyrri þjálfari var ekki „hans“ maður og hann vildi ekki koma nálægt þessu nema hann réði gaurinn inn?Hversu faglegt er það að bjóða nýjan leikmann, eins og Guðjón Gunnarsson, velkominn með því að hunsa hann, gagnrýna komu hans og neita að lokum að skrifa undir félagsskipti fyrir hann og bera fyrir sig að það sé of dýrt. Guðjón kom frítt til Þróttar og eingöngu þurfti að greiða grunnupphæðir fyrir félagsskipti fyrir hann. Nú nokkrum mánðuðum síðar er hægt að hafa tvo þjálfara á launum og hrúga inn leikmönnum. Áður en fólk hraunar yfir Guðjón ætti fólk að spyrja sig hverslags viðtökur hann fékk frá félaginu. Að mínu mati voru þær fyrir neðan allar hellur og eina fólkið sem kom vel fram við hann var fyrrverandi þjálfarateymi, liðstjórn og meistaraflokksráð. Ekki skrýtið þegar eina fólkið sem kemur vel fram við hann og vill hafa hann hér, er farið, að maðurinn fari einfaldlega í burtu.Hversu faglegt er það að formaður sé einnig foreldri og í forsvari fyrir foreldra í öðrum flokki og sé í sífellu að fetta fingur útí hver æfi og hver ekki, hver spili og hver ekki? Haldið þið að slíkt eigi sér stað í öðrum félögum? Haldið þið að Heimir Guðjónsson myndi taka það í mál að einhver formaður sé að segja honum hvernig hann eigi að þjálfa sitt lið?Það held ég nú ekki. Þjálfarinn þjálfar liðið. Formaðurinn gerir það ekki. Það myndi aldrei nokkur maður ráða Jón Kaldal sem þjálfara, enda er hann algerlega reynslulaus sem knattspyrnumaður og þjálfari og þetta er hans fyrsta starf sem formaður knattspyrnudeildar. Hann á að mínu mati margt ólært í því starfi sem og mannlegum samskiptum.Hversu faglegt er það að formaðurinn banni þjálfara liðsins að taka mann sem valinn var besti maður annars flokks og er að mínu mati einn efnilegasti varnarmaður félagsins, uppí meistaraflokk. Berji í borðið og segji „þessi maður æfir ekki og spilar ekki með meistaraflokk“ og beri fyrir sig þeim rökum að hann sé ekki á samning. Á sama tíma er það verk formannsins að gera við þennan dreng samning. Á sama tíma er formaðurinn að krefjast þess að aðrir drengir, sumir hverjir ekki á samning, æfi og spili með meistaraflokk. Hvaða rétt, reynslu og þekkingu hefur formaðurinn fyrir að fara í slíkan mannamun? Og er slíkur persónulegur misjöfnuður eðlilegur yfirhöfuð?Hér hefur einnig verið rætt um Aron Bjarnason, sem er að mínu mati langmesta efni sem Þróttur hefur alið af sér fyrr og síðar. Ég er ákkúrat ekkert hissa á því að hann vilji yfirgefa félagið. Hér hefur verið innanbúðar í nokkurn tíma Ungverji nokkur sem hefur smokrað sér á öxlina á formanninum og með mannvonsku og illindum gert allt sem hann hefur getað til að gera hag Arons hvað verstan. Því miður hefur formaðurinn gleypt þetta eða kannski er þetta bara hans skoðun líka. Og hinn mikli fagmaður hinn nýji þjálfari hefur apað þetta eftir þeim. Hversu eðlilegt er það að taka mann fyrir í sífellu? Niðurlægja hann og segja honum að hann sé lélagasti leikmaður liðsins, geti ekkert og amma viðkomandi sé betri en hann?Gott stuff fyrir ungan mann að heyra slíkt? Er þetta agi og fagmennska eða eitthvað annað?Ég hef verið í þessu lengi og heyrt ýmislegt og séð. Töfralausnir eru algegnt viðkvæði hjá mörgum. Það þarf bara að gera þetta. Eða hitt. Þessi þarf bara að hætta eða þessi þarf bara að vera í liðinu og svo framvegi. Því miður eru ekki til neinar töfralausnir í þessu. Annars væru allir að beita þeim. Fótbolti er ekki tölvuleikur eða nöfn á blaði. Hér hef ég séð marga sérfræðingana, með mismikla ef einhverja reynslu af leiknum sjálfum, vaða áfram með allskyns orð og hugtök. Orð einsog taktík, fagmennska, agi.Ég held að menn ættu aðeins að nota hausinn og spyrja hvað þetta standi fyrir og hvað ekki, áður en þeir fara að nota þessi hugtök yfir hluti sem eru að gerast, voru að gerast og eiga eftir að gerast í framtíðinni.Hversu eðlilegt er það að menn hrauni yfir störf fyrrverandi liðstjóra og meistaraflokksráðs án þess að kynna sér nokkuð þeirra störf.Ég get sagt það að fyrir mitt leyti var þetta fólk að sinna fórnfúsu og óeigingjörnu starfi fyrir félagið, og liðið og gerði það á einstaklega faglegan og góðan hátt. Ég ætla ekki að giska á hvað mikinn pening úr eigin vasa þessir menn lögðu í þetta starf, eða hversu miklum tíma þeir eyddu í það en ég veit það sem og allir leikmenn liðsins að það var mikið.Og þær þakkir sem þessir menn hlutu fyrir þetta voru skítur og skömm.Faglegt? Gott? Professional? Þróttaralegt?Nei ákkúrat ekkert eðlilegt við þetta. Og það er ákkúrat ekkert eðlilegt við framkomu og störf þessa formanns deildarinnar.Að lokum vill ég þakka þeim þremur einstaklingum sem hafa sér sé fært um að þakka mér fyrir veruna í Þrótti og óskað mér velfarnaðar. Sollu, Sigurði Sveinbjörnssyni og ungum aðdáanda Þróttar Margeiri Þór. Dálítið sérstakt að 10 ára barn sé kurteisara en margt fullorðið fólk.ég mun nú yfirgefa þennan félagsskap hér á netinu og þeir sem vilja getað ausað yfir mig skítkasti einsog þeir vilja.Bless, bless
Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti