
UMF Njarðvík

Var í kringum NBA-stjörnurnar á hverjum degi
Þorvaldur Orri Árnason er nýjasti leikmaður Njarðvíkur í körfuboltanum en hann er kominn heim eftir mikið ævintýri í Bandaríkjunum þar sem hann spilaði með venslaliði NBA félagsins Cleveland Cavaliers.

KR-ingurinn kemur heim en fer í Njarðvík
Þorvaldur Orri Árnason hefur gert eins árs samning við Njarðvík og mun því spila með liðinu i Subway deild karla.

Snæfell leiddar til slátrunar í Ljónagryfjunni á meðan Fjölnir vann í Smáranum
Njarðvík vann stórsigur með stóru S-i á Snæfelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 108-46. Þá vann Fjölnir tólf stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, lokatölur 86-98.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana
Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturunum frá Sauðárkrók þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Tindastóll mætti í Ljónagryfjuna í kvöld.

„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“
Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki
Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu eftir æsispennandi endi
Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Grindavík þegar flautað var til leiks í fimmtu umferð Subway-deildarinnar í Ljónagryfjunni í kvöld. Fór það svo að Grindavík stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðan endasprett heimamanna.

„Ég þurfti að láta þær heyra það“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76.

Umfjöllun og viðtal: Fjölnir - Njarðvík 61-75 | Gestirnir kláruðu dæmið í fjórða leikhluta
Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Njarðvík keyrði yfir heimakonur í fjórða leikhluta.

Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Njarðvík 90-79 | Nýliðarnir stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkinga
Álftanes varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann góðan ellefu stiga sigur, 90-79.

Arnar sér eftir orðum sínum: „Ógeðslega lélegt af mér“
Arnar Guðjónsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta, skammast sín fyrir ummæli í leikhléi í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Subway deild kvenna í gærkvöldi þar sem að hann kallaði leikmann Njarðvíkur feita. Hann segir ekkert afsaka slíka hegðun, þetta sé honum ekki til framdráttar.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 81-87 | Stjörnusigur eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni
Njarðvík mistókst að halda sigurhrinu sinni gangandi þegar Stjarnan heimsótti þær í kvöld. Framlengingu þurfti til að skilja liðin að en Stjörnukonur unnu að endingu með sex stigum. Æsispennandi leikur þar sem ungir leikmenn liðanna voru í aðalhlutverki.

Álftanes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá athygli sem okkur er veitt til góðs“
Ljósið og körfuknattleiksdeild Álftaness hafa framlengt samstarf sitt sem hófst á síðasta keppnistímabili. Markmið samstarfsins er að auka vitund á starfsemi samtakanna og fjölga svokölluðum Ljósavinum. Í því tilefni er boðað til góðgerðaleiks næstkomandi fimmtudag, þegar liðið tekur á móti Njarðvíkingum í Forsetahöllinni.

Körfuboltakvöld: Leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði
Úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp árið 1984. Körfuboltakvöld ætlar að komast að því hvað er besta lið allra tíma. Að þessu sinni var viðureignin á milli Njarðvíkurliðsins 2002 og KR-liðsins 2016.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni
Njarðvík og Keflavík áttust við í sannkölluðum stórslag 32-liða úrslitum Vís bikarkeppni karla í kvöld. Það má alltaf búast við fjöri og stemningu þegar þessi lið mætast og á því varð enginn breyting í kvöld.

Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár
Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi.

Benedikt um Milka í kvöld: Hann er undirbúinn fyrir hvað sem er
Njarðvík tekur á móti Keflavík í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld en þetta er fyrsti Reykjanesbæjarslagurinn í vetur og í fyrsta sinn sem gamli Keflvíkingurinn Dominykas Milka spilar með nágrönnunum á móti sínu gamla liði.

Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna
Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Höttur 107-71 | Fyrsta tap gestanna kom í Ljónagryfjunni
Njarðvík og Höttur voru taplaus fyrir leik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta. Það kom hins vegar aldrei annað til greina en sigur heimamanna í kvöld, lokatölur 107-71.

Ákvörðun stjórnar UMFN standist engin lög: „Vanvirðing við iðkendur“
Formaður Glímusambands Íslands, Margrét Rún Rúnarsdóttir, segir ákvörðun aðalstjórnar Ungmennafélags Njarðvíkur þess efnis að leggja niður glímudeild félagsins, á skjön við öll lög og reglugerðir. Vinnubrögðin sem aðalstjórn UMFN viðhafi sýni af sér vanvirðingu við iðkendur og íþróttina í heild sinni.

Leik Njarðvíkur og Hattar frestað til morguns
Leik Njarðvíkur og Hattar, sem var á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í kvöld, hefur verið frestað vegna veðurs.

Íslandsmeistararnir snéru taflinu við gegn nýliðunum
Íslandsmeistarar Vals þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Stjörnunnar í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 86-94 | Njarðvíkingar unnið tvo í röð
Njarðvíkingar unnu góðan átta stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-94.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 60-56 | Njarðvíkingar höfðu betur í hörðum Suðurnesjaslag
Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 60-56 í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum.

Bjó til myndir með liðum Subway deildarinnar með hjálp gervigreindar
Subway deild karla í körfubolta er farin af stað en fyrstu umferðinni lauk á Álftanesi á sunnudagskvöldið. Körfuboltaáhugamaðurinn Gunnar Freyr Steinsson hitaði upp fyrir komandi tímabil með því að fá gervigreindina með sér í lið.

Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“
Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær.

Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík?
Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 49-72 | Njarðvík burstaði Hauka að Ásvöllum
Njarðvík vann afar sannfærandi 72-49 sigur þegar liðið sótti Hauka heim í Ólafssal á Ásvelli í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í dag.

„Hrikalega ánægður að koma hérna í uppáhalds húsið mitt og taka tvö stig“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna kvenna sem lögðu Hauka nokkuð örugglega í Ólafssal í dag en lokatölur leiksins urðu 49-72.

Hörðustu Njarðvíkingar horfa til sameiningar við Keflavík
Keflavík og Njarðvík eiga tvö af sigursælustu körfuboltafélögum landsins og viðureignir liðanna eru tveir af hápunktum hvers tímabils. Þess vegna vekja vangaveltur frá fyrrum formanni körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur athygli.