Líf Chaz á Íslandi gæti endað á Netflix Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:32 Chaz Williams kann vel við sig í grænu og fékk þennan forláta jakka þegar leið á viðtalið. Stöð 2 Sport Bandaríkjamaðurinn Chaz Williams segist kominn með grænt blóð í æðar eftir veru sína hjá Njarðvík og er staðráðinn í að færa liðinu Íslandsmeistaratitil í körfubolta á næstu vikum. Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum