Líf Chaz á Íslandi gæti endað á Netflix Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:32 Chaz Williams kann vel við sig í grænu og fékk þennan forláta jakka þegar leið á viðtalið. Stöð 2 Sport Bandaríkjamaðurinn Chaz Williams segist kominn með grænt blóð í æðar eftir veru sína hjá Njarðvík og er staðráðinn í að færa liðinu Íslandsmeistaratitil í körfubolta á næstu vikum. Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira