„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 22:54 Rúnar var með hattinn en komst ekki í stuð að þessu sinni Vísir/Snædís Bára Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. „Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
„Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira