
UMF Grindavík

Emil skoraði í sigri FH
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag.

Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð
Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn.

Grindavík fær góðan liðsstyrk úr Njarðvík
Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson hefur skrifað undir samning við Grindavík um að spila í gula búningnum á næstu leiktíð í Domino's-deildinni í körfubolta.

Ólöf Helga heim til Grindavíkur: „Hef þjálfað þær margar með góðum árangri“
Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Grindavík og mun stýra liðinu í 1. deild á næstu leiktíð. Hún gerir þriggja ára samning við félagið eða til vors 2023.

Ræddu við Finn með Daníel á samning: „Getur sært stoltið“
Daníel Guðni Guðmundsson segist vera með þriggja ára samning við Grindavík sem þjálfari liðsins í Dominos-deild karla og á hann því tvö ár eftir af samningi sínum. Hann segir þó að það sé stjórnarfundur á morgun þar sem línurnar vonandi skýrast.

Fann besta erlenda leikmann sem hefur leikið hér á landi í körfuboltabúðum í New Jersey
Rætt var um bestu erlendu körfuboltamenn sem hafa leikið á Íslandi í Domino's Körfuboltakvöldi.

Hætti í fótbolta og varð Íslandsmeistari í pílukasti
Nýkrýndur Íslandsmeistari í pílukasti lék lengi fótbolta með Þór á Akureyri og Grindavík. Fyrir tveimur árum ákvað hann að einbeita sér að pílukasti og hefur náð langt á því sviði.

Bestu öskubuskutímabil í sögu efstu deildar
Vísir fer yfir tíu leikmenn í sögu efstu deildar sem komu eins og skrattinn úr sauðaleggnum og slógu óvænt í gegn.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 89-86 | Þórsarar héldu sér á lífi
Þór Akureyri vann lífsnauðsynlegan sigur á Grindavík og er enn á lífi í botnbaráttunni.