
Góðu ráðin

Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum
„Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting.

Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega
Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil.

Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“
„Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths.

Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“
Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir.

Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður
„Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður.

Góð ráð: Í atvinnuleit eftir fimmtugt
Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi.

Undirbúningur fyrir ræðuhöld eða kynningu
Það skiptir engu máli hversu sjóuð við erum í því að koma fram, tala fyrir framan hóp, vera með kynningu eða fara yfir helstu upplýsingar á til dæmis starfsmannafundi, við eigum alltaf að undirbúa okkur.

Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“
„Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia.

„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“
„Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur.

Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til
„Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu.

Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum
Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga.

Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri
Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum.

Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“
„Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“

Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“
„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect.

Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk
„Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015.

Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti
Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur.

Áskorun '23: „Þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar“
Það er enginn einstaklingur né fjölskylda undanskilin því að þurfa að takast á við alls kyns áskoranir. Allt frá því að glíma við vanlíðan og sjálfið okkar, yfir í samskiptaörðugleika, veikindi fjölskyldumeðlims, sorg, ofbeldi, fíkn og fleira.

Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“
Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs.

„Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“
„Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær.

Að líka illa við yfirmanninn sinn
Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við.

Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi.

Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt
Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið.

Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni
Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar.

Minni afköst á vinnustöðum í desember
Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla.

Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“
Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn?

„Hátíðarþreyta“skýrist meðal annars af peningaáhyggjum
Við erum flest meðvituð um það álag sem hvílir á verslunarfólki um jólin. Og annað stress sem mögulega getur haft áhrif á dagsformið okkar.

Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“
„Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár.

Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því
Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða.

Grindarvíkurfréttir: Að draga úr streituvaldandi áhrifum
Staðan í Grindavík og hjá íbúum Grindavíkur er að hafa áhrif á okkur öll. Hugurinn er hjá Grindvíkingum og sumir segjast hreinlega vera á „refresh“ takkanum á vefmiðlunum allan daginn.