Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Kakan er lygi

Öryrkjabandalag Íslands gaf út myndband þann 11. október síðastliðinn þar sem kaka fjármálaráðherra var útskýrð frá sjónarhorni öryrkja. Skilaboðin voru einföld, það fá ekki allir að njóta.

Skoðun
Fréttamynd

Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs

Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot

Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot.

Innlent
Fréttamynd

MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar

MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 

Innlent