Segir fréttamann RÚV „lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2020 08:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er allt annað en ánægð með fréttaflutning RÚV um eftirfylgniskýrslu GRECO. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira