Segir fréttamann RÚV „lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2020 08:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er allt annað en ánægð með fréttaflutning RÚV um eftirfylgniskýrslu GRECO. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira