Innlent Hagvöxtur í Evrópu meiri en í Bandaríkjunum Hagvöxtur á evrusvæðinu og innan ESB mældist 0,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og mældist í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á sama tímabili. Gangi spár eftir mun hagvöxtur í Evrópu verða meiri en í Bandaríkjunum á árinu. Slíkt hefur ekki sést síðan árið 2001. Viðskipti innlent 1.6.2007 16:20 Flytja opnun sýningar í Nauthólsvík vegna veðurs Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ljós- og tölvumyndasýningu í Nauthólsvík í sumar. Áætlað hafði verið að opna sýninguna í Nauthólsvík í dag en vegna veðurs verður sýningin opnuð á lóð skólans við Ofanleiti. Hún verður síðan færð í Nauthólsvík og stendur þar í allt sumar. Myndir af framtíðarhúsnæði HR munu skreyta sýninguna sem verður staðsett við rætur Öskjuhlíðar. Innlent 1.6.2007 13:52 Viðsnúningur í afkomu Spalar Spölur, sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og rekur Hvalfjarðargöng, skilaði hagnaði upp á 89 milljónir króna á fyrri helmingi síðasta rekstrarárs, sem stóð frá 1. október í fyrra til 31. mars í ár. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins árið á undan 83 milljónum króna. Viðskipti innlent 1.6.2007 12:21 Frístundakortin bylting fyrir börnin Frístundakortin verða bylting fyrir börnin í borginni, segir formaður Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Fyrstu kortin verða send út í haust. Innlent 1.6.2007 12:08 Markvissar aðgerðir í þágu barna og kröftugt efnahagslíf Eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar snýr að markvissum aðgerðum í þágu barna, aldraðra og kröftugs efnahagslífs sagði forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði vandasama siglingu framundan, ekki síst í efnahagsmálum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfis og efnahagsmálum. Innlent 1.6.2007 11:48 Kínverjar fjalla um sæti Íslands í Öryggisráðinu Kínverskir fjölmiðlar fjalla í dag um kosningabaráttu Íslendinga fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Í vefútgáfu dagblaðsins People Daily segir að Íslendingar þurfi stuðning 28 þjóða til viðbótar þeim 100 sem þegar hafa heitið stuðningi, til að fá öruggt sæti í ráðinu. Aðildarlöndin eru 192 og Ísland þarf stuðning 66 prósenta þeirra. Innlent 1.6.2007 11:37 Novator gerir formlegt tilboð í Actavis Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert yfirtökutilboð í gegnum nýstofnað eignarhaldsfélag, Novator eignarhaldsfélag ehf. í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut. Viðskipti innlent 1.6.2007 10:41 Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Innlent 1.6.2007 10:35 Novator eykur við sig í Netia Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu. Viðskipti innlent 1.6.2007 10:21 Tryggja sýningarrétt á verðlaunamyndum Cannes Græna ljósið hefur tryggt sér sýningarrétt á langstærstum hluta þeirra mynda sem unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meðal þeirra er rúmanska sigurmyndin “4 months, 3 weeks and 2 days”, en aðrar athyglisverðar myndir eru meðal annars heimildarmynd um dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko og tengs Putin forseta við mál hans. Lífið 1.6.2007 10:09 Síðasta opnunarhelgi skiðasvæðisins á Siglufirði Á morgun verður skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan tíu til fjögur. Opið er í Skarðinu og hefur verið útbúin þar Skicross braut. Þá er braut á Súlur og nægur snjór á bungusvæðinu. Þetta er síðasta opnunarhelgi skíðatímabilsins, en stefnt verður að því að opna aftur snemma í haust. Innlent 1.6.2007 10:00 Bifhjólamenn mótmæla slysa- og dauðagildru Bifhjólafólk mótmælir vegriði sem sett hefur verið upp á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Bifhjólasamtök lýðveldisins telja að vegriðið sé slysa- og dauðagildra; “Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvað gerist ef bifhjólamaður dettur á vegriðið sem sker sig í gegnum bifreiðar sem á því skella,” segir í tilkynningu frá samtökunum. Innlent 1.6.2007 09:35 Verður að ríkja sátt um Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að skapa þurfi ró og starfsfrið um Byggðastofnun Hann segir ríkisstjórnina ekki geta horft framhjá vanda landsbyggðarinnar og því verði hún að geta gripið inn í aðstæður sem þar kunna skapast. Innlent 31.5.2007 19:26 Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp Hæstiréttur þyngdi dóm Hérðasdóms yfir Lofti Jens Magnússyni fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslaki í Mosfellsbæ. Loftur sló Ragnar hnefahögg í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð við hálshrygg rofnaði og Ragnar lést. Héraðsdómur hafði dæmt Loft Jens í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri þriggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ekkju Ragnars og börnum, tólf milljónir króna í skaðabætur. Innlent 31.5.2007 19:24 Minna tap hjá Flögu Flaga skilaði tapi upp á 605 þúsund bandaríkjadali, 37,4 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 877 þúsundum dala, 54,1 milljón króna. Viðskipti innlent 31.5.2007 16:52 Stilla býður metverð fyrir Vinnslustöðina Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Tilboðið er til höfuðs yfirtökutilboði Eyjamanna í byrjun maí og 85 prósentum hærra. Þetta er hæsta verð sem boðið hefur verið í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar. Viðskipti innlent 31.5.2007 10:25 Tesco heimsótti Bakkavör óvænt Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Viðskipti innlent 31.5.2007 09:01 Þrjár unglingsstúlkur misþyrmdu tólf ára stúlkum Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú kærur tveggja tólf ára stúlkna, sem þrjár eldri stúlkur rændu og misþyrmdu á sunnudagskvöldið. Að sögn Fréttablaðsins voru tvær árásarstúlknanna fimmtán ára og ein sautján. Litlu stúlkurnar voru þvingaðar inn í bíl og ekið með þær að yfirgefnu húsi í Njarðvík þar sem þeim var misþyrmt og þær niðurlægðar. Innlent 31.5.2007 07:16 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna ráns í 10-11 Hæstiréttur féllst í gær á kröfu lögreglu um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem framdi rán í 10-11 verslun við Dalveg í Kópavogi á sunnudagsmorgun. Héraðsdómur hafði ekki fallist á kröfuna en eftir synjun hans braut maðurinn enn af sér og byggir ákvörðun Hæstaréttar á því. Innlent 31.5.2007 07:13 Meðlagsgreiðendur búsettir erlendis skulda rúmlega 3 milljarða króna Foreldrar búsettir erlendis skulda Innheimtustofnun sveitarfélaga rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna í meðlög. Þeir eru rúmlega sautján hundruð talsins og búsettir í 87 löndum, hlutfallslega flestir búa í Danmörku og Bandaríkjunum. Innlent 30.5.2007 19:02 Síminn og Anza sameinast Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Samruninn tekur gildi í júlí. Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, mun setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn til að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélags Símans, í Skandinavíu. Viðskipti innlent 30.5.2007 15:34 Síminn kynnir þriðju kynslóðina Síminn kynnir í verslunum sínum á morgun nýjungar í farsímaþjónustu, sem grundvallast á þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Gestum gefst kostur á að kynna sér þá byltingu sem í vændum er þegar þriðja kynslóð farsímakerfa verður tekin í notkun í fyrsta sinn á Íslandi í haust. Viðskipti innlent 30.5.2007 15:30 Sinueldar á bökkum Elliðaánna -varpsvæði í hættu Slökkviliðið berst nú við sinuelda í Víðidal. Eldarnir loga rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið. Reyk leggur yfir íbúðarhús í Seláshverfi. Talið er nokkuð víst þarna hafi verið kveikt í. Það getur verið hættulegur leikur svona nálægt mannabyggð. Þarna er til dæmis leiksvæði barna. Innlent 30.5.2007 14:34 Tveggja ára hætt komin í sundlaug Tveggja ára stúlkubarn var hætt komið í sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar að Lágafelli í Mosfellsbæ, í gærkvöldi. Stúlkan var þar ásamt móður sinni og eldri systur. Hún var að leika sér í vatnsrennibraut laugarinnar og kom ekki úr kafi eftir eina ferðina. Innlent 30.5.2007 10:00 FL Group selur í Bang & Olufsen FL Group hefur selt allan hlut sinn í danska fyrirtækinu Bang & Olufsen A/S, sem svaraði til 10,76 prósenta af hlutafé fyrirtækisins. Kaupverð nemur 10,2 milljörðum króna en kaupendur eru hópur danskra og alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Viðskipti innlent 30.5.2007 09:48 Væntingavísitala aldrei mælst hærri Engar horfur eru á að landsmenn dragi úr einkaneyslu á næstunni, nema síður sé. Væntingavísitala hefur aldrei mælst hærri, samkvæmt mælingum Gallups, en jafnan er fylgni með hárri væntingavísitölu og mikilli einkaneyslu. Sérfræðingar bankanna rekja þessa bjartsýni meðal annars til kosningaloforða stjórnmálaflokkanna. Innlent 30.5.2007 07:54 Engin hátíðahöld á sjómannadaginn á Akureyri Engin opinber hátíðarhöld verða á sjómannadaginn á Akureyri þar sem útgerðirnar í bænum vilja ekki lengur leggja neitt af mörkum til að svo megi verða. Innlent 30.5.2007 07:27 19 teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um Hvítasunnuhelgina og tveir grunaðir um lyfjaakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í samantekt lögreglunnar og einnig að sjö hafi verið stöðvaðir og reynst ökuréttindalausir, eftir að hafa verið sviptir réttindum. Þar af tveir ítrekað. Innlent 30.5.2007 07:11 Impregilo hafnar ásökunum verkamanna Verktakafyrirtækið Impregilo, sem er að byggja Kárahnjúkavirkjun, vísar á bug ásökunum portúgalskra verkamanna um afleitar vinnuaðstæður, mengun í jarðgöngunum, launamismunun, of langan vinnutíma og slæman mat. Innlent 30.5.2007 07:10 Hilton Reykjavik Nordica Hótel Nordica í Reykjavík verður framvegis Hilton Hotel og mun heita Hilton Reykjavík Nordica. Samningur þessa efnis var undirritaður í gær á milli Hilton keðjunnar og Icelandair Hotels. Á næstu vikum verður merkingum og ýmsu varðandi starfssemi hótelsins breytt í samræmi við staðla Hiltons. Þetta er sérleyfissamningur og mun Icelandair Hótels áfram reka hótelið, en kemst inn í bókunarkerfi Hilton keðjunnar. Innlent 30.5.2007 07:03 « ‹ 73 74 75 76 77 78 79 80 81 … 334 ›
Hagvöxtur í Evrópu meiri en í Bandaríkjunum Hagvöxtur á evrusvæðinu og innan ESB mældist 0,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og mældist í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á sama tímabili. Gangi spár eftir mun hagvöxtur í Evrópu verða meiri en í Bandaríkjunum á árinu. Slíkt hefur ekki sést síðan árið 2001. Viðskipti innlent 1.6.2007 16:20
Flytja opnun sýningar í Nauthólsvík vegna veðurs Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ljós- og tölvumyndasýningu í Nauthólsvík í sumar. Áætlað hafði verið að opna sýninguna í Nauthólsvík í dag en vegna veðurs verður sýningin opnuð á lóð skólans við Ofanleiti. Hún verður síðan færð í Nauthólsvík og stendur þar í allt sumar. Myndir af framtíðarhúsnæði HR munu skreyta sýninguna sem verður staðsett við rætur Öskjuhlíðar. Innlent 1.6.2007 13:52
Viðsnúningur í afkomu Spalar Spölur, sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og rekur Hvalfjarðargöng, skilaði hagnaði upp á 89 milljónir króna á fyrri helmingi síðasta rekstrarárs, sem stóð frá 1. október í fyrra til 31. mars í ár. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins árið á undan 83 milljónum króna. Viðskipti innlent 1.6.2007 12:21
Frístundakortin bylting fyrir börnin Frístundakortin verða bylting fyrir börnin í borginni, segir formaður Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Fyrstu kortin verða send út í haust. Innlent 1.6.2007 12:08
Markvissar aðgerðir í þágu barna og kröftugt efnahagslíf Eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar snýr að markvissum aðgerðum í þágu barna, aldraðra og kröftugs efnahagslífs sagði forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði vandasama siglingu framundan, ekki síst í efnahagsmálum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfis og efnahagsmálum. Innlent 1.6.2007 11:48
Kínverjar fjalla um sæti Íslands í Öryggisráðinu Kínverskir fjölmiðlar fjalla í dag um kosningabaráttu Íslendinga fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Í vefútgáfu dagblaðsins People Daily segir að Íslendingar þurfi stuðning 28 þjóða til viðbótar þeim 100 sem þegar hafa heitið stuðningi, til að fá öruggt sæti í ráðinu. Aðildarlöndin eru 192 og Ísland þarf stuðning 66 prósenta þeirra. Innlent 1.6.2007 11:37
Novator gerir formlegt tilboð í Actavis Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert yfirtökutilboð í gegnum nýstofnað eignarhaldsfélag, Novator eignarhaldsfélag ehf. í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut. Viðskipti innlent 1.6.2007 10:41
Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Innlent 1.6.2007 10:35
Novator eykur við sig í Netia Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu. Viðskipti innlent 1.6.2007 10:21
Tryggja sýningarrétt á verðlaunamyndum Cannes Græna ljósið hefur tryggt sér sýningarrétt á langstærstum hluta þeirra mynda sem unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meðal þeirra er rúmanska sigurmyndin “4 months, 3 weeks and 2 days”, en aðrar athyglisverðar myndir eru meðal annars heimildarmynd um dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko og tengs Putin forseta við mál hans. Lífið 1.6.2007 10:09
Síðasta opnunarhelgi skiðasvæðisins á Siglufirði Á morgun verður skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan tíu til fjögur. Opið er í Skarðinu og hefur verið útbúin þar Skicross braut. Þá er braut á Súlur og nægur snjór á bungusvæðinu. Þetta er síðasta opnunarhelgi skíðatímabilsins, en stefnt verður að því að opna aftur snemma í haust. Innlent 1.6.2007 10:00
Bifhjólamenn mótmæla slysa- og dauðagildru Bifhjólafólk mótmælir vegriði sem sett hefur verið upp á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Bifhjólasamtök lýðveldisins telja að vegriðið sé slysa- og dauðagildra; “Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvað gerist ef bifhjólamaður dettur á vegriðið sem sker sig í gegnum bifreiðar sem á því skella,” segir í tilkynningu frá samtökunum. Innlent 1.6.2007 09:35
Verður að ríkja sátt um Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að skapa þurfi ró og starfsfrið um Byggðastofnun Hann segir ríkisstjórnina ekki geta horft framhjá vanda landsbyggðarinnar og því verði hún að geta gripið inn í aðstæður sem þar kunna skapast. Innlent 31.5.2007 19:26
Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp Hæstiréttur þyngdi dóm Hérðasdóms yfir Lofti Jens Magnússyni fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslaki í Mosfellsbæ. Loftur sló Ragnar hnefahögg í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð við hálshrygg rofnaði og Ragnar lést. Héraðsdómur hafði dæmt Loft Jens í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri þriggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ekkju Ragnars og börnum, tólf milljónir króna í skaðabætur. Innlent 31.5.2007 19:24
Minna tap hjá Flögu Flaga skilaði tapi upp á 605 þúsund bandaríkjadali, 37,4 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 877 þúsundum dala, 54,1 milljón króna. Viðskipti innlent 31.5.2007 16:52
Stilla býður metverð fyrir Vinnslustöðina Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Tilboðið er til höfuðs yfirtökutilboði Eyjamanna í byrjun maí og 85 prósentum hærra. Þetta er hæsta verð sem boðið hefur verið í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar. Viðskipti innlent 31.5.2007 10:25
Tesco heimsótti Bakkavör óvænt Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Viðskipti innlent 31.5.2007 09:01
Þrjár unglingsstúlkur misþyrmdu tólf ára stúlkum Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú kærur tveggja tólf ára stúlkna, sem þrjár eldri stúlkur rændu og misþyrmdu á sunnudagskvöldið. Að sögn Fréttablaðsins voru tvær árásarstúlknanna fimmtán ára og ein sautján. Litlu stúlkurnar voru þvingaðar inn í bíl og ekið með þær að yfirgefnu húsi í Njarðvík þar sem þeim var misþyrmt og þær niðurlægðar. Innlent 31.5.2007 07:16
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna ráns í 10-11 Hæstiréttur féllst í gær á kröfu lögreglu um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem framdi rán í 10-11 verslun við Dalveg í Kópavogi á sunnudagsmorgun. Héraðsdómur hafði ekki fallist á kröfuna en eftir synjun hans braut maðurinn enn af sér og byggir ákvörðun Hæstaréttar á því. Innlent 31.5.2007 07:13
Meðlagsgreiðendur búsettir erlendis skulda rúmlega 3 milljarða króna Foreldrar búsettir erlendis skulda Innheimtustofnun sveitarfélaga rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna í meðlög. Þeir eru rúmlega sautján hundruð talsins og búsettir í 87 löndum, hlutfallslega flestir búa í Danmörku og Bandaríkjunum. Innlent 30.5.2007 19:02
Síminn og Anza sameinast Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Samruninn tekur gildi í júlí. Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, mun setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn til að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélags Símans, í Skandinavíu. Viðskipti innlent 30.5.2007 15:34
Síminn kynnir þriðju kynslóðina Síminn kynnir í verslunum sínum á morgun nýjungar í farsímaþjónustu, sem grundvallast á þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Gestum gefst kostur á að kynna sér þá byltingu sem í vændum er þegar þriðja kynslóð farsímakerfa verður tekin í notkun í fyrsta sinn á Íslandi í haust. Viðskipti innlent 30.5.2007 15:30
Sinueldar á bökkum Elliðaánna -varpsvæði í hættu Slökkviliðið berst nú við sinuelda í Víðidal. Eldarnir loga rétt ofan við vatnsveitubrúna, neðan við hesthúsahverfið. Reyk leggur yfir íbúðarhús í Seláshverfi. Talið er nokkuð víst þarna hafi verið kveikt í. Það getur verið hættulegur leikur svona nálægt mannabyggð. Þarna er til dæmis leiksvæði barna. Innlent 30.5.2007 14:34
Tveggja ára hætt komin í sundlaug Tveggja ára stúlkubarn var hætt komið í sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar að Lágafelli í Mosfellsbæ, í gærkvöldi. Stúlkan var þar ásamt móður sinni og eldri systur. Hún var að leika sér í vatnsrennibraut laugarinnar og kom ekki úr kafi eftir eina ferðina. Innlent 30.5.2007 10:00
FL Group selur í Bang & Olufsen FL Group hefur selt allan hlut sinn í danska fyrirtækinu Bang & Olufsen A/S, sem svaraði til 10,76 prósenta af hlutafé fyrirtækisins. Kaupverð nemur 10,2 milljörðum króna en kaupendur eru hópur danskra og alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Viðskipti innlent 30.5.2007 09:48
Væntingavísitala aldrei mælst hærri Engar horfur eru á að landsmenn dragi úr einkaneyslu á næstunni, nema síður sé. Væntingavísitala hefur aldrei mælst hærri, samkvæmt mælingum Gallups, en jafnan er fylgni með hárri væntingavísitölu og mikilli einkaneyslu. Sérfræðingar bankanna rekja þessa bjartsýni meðal annars til kosningaloforða stjórnmálaflokkanna. Innlent 30.5.2007 07:54
Engin hátíðahöld á sjómannadaginn á Akureyri Engin opinber hátíðarhöld verða á sjómannadaginn á Akureyri þar sem útgerðirnar í bænum vilja ekki lengur leggja neitt af mörkum til að svo megi verða. Innlent 30.5.2007 07:27
19 teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um Hvítasunnuhelgina og tveir grunaðir um lyfjaakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í samantekt lögreglunnar og einnig að sjö hafi verið stöðvaðir og reynst ökuréttindalausir, eftir að hafa verið sviptir réttindum. Þar af tveir ítrekað. Innlent 30.5.2007 07:11
Impregilo hafnar ásökunum verkamanna Verktakafyrirtækið Impregilo, sem er að byggja Kárahnjúkavirkjun, vísar á bug ásökunum portúgalskra verkamanna um afleitar vinnuaðstæður, mengun í jarðgöngunum, launamismunun, of langan vinnutíma og slæman mat. Innlent 30.5.2007 07:10
Hilton Reykjavik Nordica Hótel Nordica í Reykjavík verður framvegis Hilton Hotel og mun heita Hilton Reykjavík Nordica. Samningur þessa efnis var undirritaður í gær á milli Hilton keðjunnar og Icelandair Hotels. Á næstu vikum verður merkingum og ýmsu varðandi starfssemi hótelsins breytt í samræmi við staðla Hiltons. Þetta er sérleyfissamningur og mun Icelandair Hótels áfram reka hótelið, en kemst inn í bókunarkerfi Hilton keðjunnar. Innlent 30.5.2007 07:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent