Viðskipti innlent

Novator eykur við sig í Netia

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd/Vilhelm
Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu.

Novator kom inn í hluthafahóp Netia fyrir tveimur árum og jók hratt við sig, var komið með 23 prósent hlutafjár í félaginu í janúar í fyrra. Í maímánuði sama ár hélt Novator svo um rúman fjórðungshlut í Netia. Var frá því greint að félagið hefði hug á að auka enn frekar við sig og fara með allt að þriðjung hlutafjár í félaginu.

Að sögn vefmiðilsins Polismarket hefur Novator ekki tjáð sig um það hvort félagið muni auka við hlut sinn frekar. Þá hefur það sömuleiðis vísað á bug orðrómi þess efnis að það tengist félaginu Third Avenue, öðrum stórum hluthafa í Netia. Saman eiga félögin 45,66 prósent í pólska símafélaginu.

Þá er tekið fram að Novator sé ekki að leita kaupanda að hlut sínum í Netia.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×