Innlent

Fréttamynd

Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Lúðvík hefur setið á þingi í ellefu ár og var annar maður Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Pétur sækist eftir öðru til þriðja sæti

Pétur H. Blöndal þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum

Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni.

Innlent
Fréttamynd

ÞSSÍ og RKÍ vinna áfram saman í Mósambík

Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Rauði kross Íslands skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning um verkefni á sviði heilbrigðismála í Mósambík. Samtökin hafa starfað saman þar í landi frá árinu 1999 þegar ráðist var í byggingu heilsugæslustöðvar í Hindane í Maputo-héraði en hún þjónar nú 5 þúsund íbúum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ófært um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri

Ófært er úr Fljótshlíðinni um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar er einnig minnt á að vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina þessa viku, frá miðnætti til kl. 6 að morgni, fram á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Pendúlhreyfing tók stjórnina af ökumanni

Svonefnd pendúlhreyfing á hjólhýsi, sem jepplingur dró á eftir sér á Þrengslavegi í nótt, tók stjórnina af ökumanni jepplingsins og munaði minnstu að stórslys hlytist af. Margir ökumenn virðast hafa upplifað svipaða reynslu.

Innlent
Fréttamynd

Atorka kaupir enn á ný í NWF

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í NWF Group og heldur nú utan um 19 prósenta hlut. Það var fyrst vorið 2004 sem Atorka tilkynnti til Kauphallarinnar í Lundúnum um fjárfestingar sínar í NWF og hefur frá þeim tíma verið að auka hlut sinn jafnt og þétt í breska framleiðslu- og dreifingarfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis orðað við yfirtöku á áströlsku lyfjafyrirtæki

Actavis er orðað við yfirtöku á ástralska samheitalyfjafyrirtækinu Mayne Pharma í frétt Dow Jones. Viðskipti með hlutabréf í ástralska fyrirtækinu voru stöðvuð í gær vegna hugsanlegs 140 milljarða króna yfirtökutilboðs en ekki liggur fyrir frá hverjum.

Innlent
Fréttamynd

Á fimmta hundrað eiga von á sektum

420 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 kílómetra leyfilegan hámarkshraða á Hringbrautinni um síðustu helgi. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél lögreglunnar í Reykjavík. Sektir geta numið allt að 60 þúsund krónum en þeir sem óku á 110 kílómetra hraða á klukkustund og þar yfir, fá að auki punkta í ökuferilsskrá.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgðin hjá fjármálaráðuneytinu

„Fjármálaráðuneytið verður að hysja upp um sig buxurnar,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir sjúkraliða á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi vera langþreytta á álagi og manneklu á sjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldismenn verði fjarlægðir tafarlaust af heimilum

Frumvörp um nálgunarbann og meðferð sakamála sem dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær ganga ekki nógu langt að mati Vinstri-grænna og talsmanna Samtaka um Kvennaathvarfs. Þeir vilja meðal annars að ofbeldismenn verði fjarlægðir tafarlaust af heimilum

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar kusu Magna fyrir þrjár milljónir

Íslendingar sendu SMS-skilaboð í símakosningum úrslitaþáttar Rockstar: Supernova fyrir tæplega þrjár millljónir króna, en eins og kunnugt er var Magni Ásgeirsson þar meðal keppenda. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Slys undirstriki mikilvægi Sundabrautar

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir umferðartafir sem urðu í gær vegna þess að vörubíll með tengivagn valt í Ártúnsbrekkunni, undirstika mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og Öskjuhliðargöng verði forgangsverkefni fremur en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut.

Innlent
Fréttamynd

Meiðsl reyndust vera minniháttar

Ekið var á unga stúlku á Háaleitisbraut nálægt Fellsmúla um klukkan átta í morgun. Stúlkan var flutt á slysadeild Landspítalans en meiðsl hennar reyndust vera miniháttar.

Innlent
Fréttamynd

SHÍ og FSHA starfa saman

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri hafa undirritað samstarfssamning. Meginmarkmið með honum er að sýna samstöðu innan háskólanna þegar unnið er að stórum málum er varða nemendur beggja háskólanna eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt afl og Frjálslyndir sameinast

Forystumenn Nýs afls og Frjálslynda flokksins hafa komist að samkomulagi um að sameina flokkana. Hefur forysta Nýs afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og hvetur stjórnin félagsmenn í Nýju afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í hagnað hjá Sterling árið 2006

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að kjör verði í samræmi við nýja samninga

Trúnaðarmenn sjúkraliða við Landspítalann- háskólasjúkrahús krefjast þess að gerður verði nýr stofnanasamningur við sjúkraliða LSH. Trúnaðarmennirnir funduðu í gær og krefjast þess jafnframt að kjör sjúkraliða hjá LSH verði í samræmi við nýja samninga við aðrar starfsgreinar í félags- og heilbrigðisgeiranum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan

Búið er að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan en viðgerðir hafa staðið yfir á leikhúsinu um skeið. Bergtegundin var notuð þegar húsið var byggt en vegna þess hversu vandfundin hún er, var jafnvel talið að notast þyrfti við önnur úrræði. Samningar hafa tekist um kaup á fimm tonnum af silfurbergi af Braga Björnssyni, landeigand en silfurbergið verður sótt í Suðurfjall í Breiðdalnum. Það verður ekki átakalaust að ná silfurbergið því það er í talsverðri hæð og flytja þarf vélar upp í fjallið svo hægt sé að ná silfurberginu úr námunni.

Innlent
Fréttamynd

Skaut kött nágrannans

Karlmaður á Egilsstöðum hefur verið kærður til lögreglu fyrir að skjóta heimiliskött nágranna síns í bakgarði eigandans í vor.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á unga stúlku

Ekið var á unga stúlku á Háaleitisbraut nálægt Fellsmúla um klukkan átta í morgun. Lögregla og sjúkrabíll eru komin á staðinn. Ekki er vitað um meiðsl stúlkunnar að svo stöddu en hún er með meðvitund.

Innlent
Fréttamynd

Hjólhýsi snéri jeppling í hálf hring

Ökumaður jepplings lenti í vandræðum á Þrengslavegi seint í nótt þegar hjólhýsi, sem hann dró, fór að slást til beggja hliða og sveiflan óx þar til hún snéri jepplingnum í hálf hring á veginum. Í sama mund bar að fólksbíl á móti, en ökumanni hans tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann beindi bílnum í ofboði út af veginum. Skullu bílanrir haraklega saman og stór skemmdust, en ökumennirnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu eru fordæmi fyrir því að svona skjálftar, eða sveiflur komi á hjólhýsi og leiði til vandræða.

Innlent