Innlent

Fréttamynd

Þingmaðurinn Kjartan Ólafsson vill 2. sætið í Suðurkjördæmi

Kjartan Ólafsson, þingmaður, sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Kjartan tók fyrst sæti á Alþingi árið 2000 en hefur frá árinu 2003 setið óslitið á þingi. Tekin verður ákvörðun á sunnudaginn hvort haldið verður prófkjör í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Flest félögin hækkuðu

Sautján af tuttugu og tveimur félögum á Aðallista Kauphallar Íslands hækkuðu á þriðja ársfjórðungi. Gengi tveggja félaga hélst óbreytt en þrjú félög lækkuðu á fjórðungnum.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt Bjarnason vill 3.-4. sætið í Norðvesturkjördæmi

Benedikt Bjarnason gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Benedikt er á lokaári í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Meðfram námi sínu vinnur hann að uppbyggingu verkefnisins Sjávarþorpið Suðureyri.

Innlent
Fréttamynd

Samskip undir nýju merki

Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa hefur þrefaldast er búist við að hún nemi 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samskip undir einu merki

Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa þrefaldast og nema 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxandi óánægja með Símann á Vestfjörðum

Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt verðmat á Alfesca

Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt verðmat á Alfesca. Í verðmatinu segir að umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir Alfesca undanfarið hafi borið árangur. Reksturinn sé á réttri leið og er gert ráð fyrir rekstrarbata næstuárin. Greiningardeildin mælir því með að fjárfestar haldi í bréf sín í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnsýslukæra vegna hlerana

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, hefur sent menntamálaráðherra stjórnsýslukæru vegna þess að honum var synjað um aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949-1968.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi óhaffæru skipi

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi skipstjóra til að greiða 30.000 krónur í sekt fyrir að hafa siglt óhaffæru skipi. Landhelgisgæslan kom að skipinu við togveiðar í febrúar og komst að því að haffæriskírteini þess var útrunnið.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur ríkissjóðs aukast um 11,7 prósent

Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 98 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins á þjóðhagsreikningagrunni en heildarútgjöld 81 milljarði króna. Tekjujöfnuður ríkissjóðs er því áætlaður 17,5 milljarðar króna á tímabilinu. Þetta er 11,7 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afgangur ríkissjóðs nemur 36 milljörðum á hálfu ári

Ríkissjóður skilar 36 milljarða króna tekjuafgangi á fyrri hluta ársins samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma er niðurstaðan sögð lakari hjá sveitarfélögum þar sem er 2,2 milljarða króna halli. Heildartekjur hins opinbera á öðrum ársfjórðungi nema 131,2 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskt sjónvarpsefni aukið á RÚV

Sjónvarpinu er gert að stórauka kaup á innlendu efni á næstu árum. Textað efni verður tvöfaldað. Frumvarp um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag verður lagt fram í næstu viku. Afnotagjöld verða aflögð en skattur lagður á í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvann

Lögreglunni í Reykjavík hafa borist tilkynningar um þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvunina í höfuðborginni í kvöld. Það virðist sem að fólk hafi almennt virt ábendingar lögreglunnar að vettugi um að halda kyrru fyrir á meðan á myrkvanum stóð. Lögreglu bárust kvartanir vegna bíla sem lagt var á víð og dreif. Margir þeirra sköpuðu hættu þar sem lýsing var lítil.

Innlent
Fréttamynd

Mikil umferð á meðan á myrkvun stóð

Mikil umferð hefur verið í höfuðborginni en slökkt var á öllum götuljósum klukkan 22:00. Skýjað er yfir borginni og því sést lítið til stjarna. Lögreglan í Reykjavík segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi skotið upp flugeldum sem sé stranglega bannað. Einnig hefur verið mikið um hópasöfnun unglinga víða í borginni í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin tvisvar á rúmlega klukkutíma

Kona á þrítugsaldri var handtekin tvisvar í dag á rúmlega klukkutíma. Fyrst eftir að hún reyndi að smygla tíu grömmum af hassi inn á Litla hraun um miðjan dag í dag. Konan kom sem gestur og hafði hassið meðferðis innan klæða. Hún var færð til yfirheyrslu á Selfoss.

Innlent