Vaxandi óánægja með Símann á Vestfjörðum 29. september 2006 16:30 MYND/NFS Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira