Innlent

Gælt við rottur

Gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins gefst á morgun langþráð tækifæri til þess að kela við rottur. Um er að ræða gælurottur sem eru sagðar sem eru skemmtileg gæludýr.

Kynningin verður haldin milli klukkan 14 og 16 og verður í höndum Kristbjargar Söru Thorarensen en hún flutti gælurottur inn frá Danmörku.

Gælurottur eru nánast eins og villtar rottur hvað varðar útlit og að hluta til hegðun. Þær eru þó ekki eins hræddar við menn og villtar og er það eitt af því sem náðst hefur fram með ræktuninni.

Rottur hafa marga skapgerðar eiginleika sem gera þær að fyrirtaks gæludýrum. Þær eru litlar, nokkuð hreinlegar og hljóðlátar. Rottur eru mjög gáfaðar og er meira að segja hægt að kenna þeim að þekkja nafnið sitt ásamt öðrum kúnstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×