Innlent Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.10.2006 16:51 Stofna á sérstakan Byggðasjóð Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Innlent 4.10.2006 16:42 Allt á fullt í vegamálum Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð. Innlent 4.10.2006 16:24 Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu. Innlent 4.10.2006 15:35 Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins. Innlent 4.10.2006 14:35 Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. Viðskipti innlent 4.10.2006 14:30 Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi. Innlent 4.10.2006 14:19 Nítján ára piltur tekinn í fjórða sinn fyrir of hraðan akstur Nítján ára piltur var tekinn fyrir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi. Pilturinn var ók á 142 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 4.10.2006 14:08 Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði Næstu daga verður lokið við og tekin í notkun tvöföld Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. Innlent 4.10.2006 13:19 Síldin gefur minna í aðra hönd Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd. Innlent 4.10.2006 12:13 Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 4.10.2006 11:57 Samgöngubætur hafnar á ný Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu. Innlent 4.10.2006 11:41 Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á milli London og Keflavíkur næsta sumar. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur áætlunarflug hingað til lands. Innlent 4.10.2006 12:02 Vilja banna botnvörpuveiðar Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni. Erlent 4.10.2006 11:55 Kreditkortavelta heimilanna eykst Kreditkortavelta heimilanna jókst um 22% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Debetkortavelta jókst um 7,7% á þessu tímabili. Innlent 4.10.2006 10:40 Farþegum til landsins fjölgar Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 14,6% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við saman tíma í fyrra. Samtals komu 612 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra komu 534 þúsund farþegar. Innlent 4.10.2006 10:14 Landvernd sendir Skagfirðingum aðvörun Innlent 4.10.2006 10:14 Á stuttaermabol í kuldann Hundrað og fimmtíu manna hópur, sem kom til Akureyrar með leiguflugi í nótt, var tekinn niður á jörðina í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið hafði stigið upp í flugvélina í fjörutíu stiga hita á Mallorca, en hiti var við frostmark á Akureyri þegar það gekk út úr vélinni í stuttermabolum Innlent 4.10.2006 09:50 Síldin brædd í mjöl Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp. Innlent 4.10.2006 09:46 Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 Mótmælt á lokuðu vinnusvæði Fimmtán mótmælendur hafa verið ákærðir fyrir að halda til inni á lokuðu vinnusvæði við Kárahnjúka og neita að hlýða skipunum lögreglu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands í gær. Þrír Íslendingar eru meðal ákærðu en tólf útlendingar. Innlent 3.10.2006 21:02 Í Alþjóðahús vegna ofbeldis Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Innlent 3.10.2006 21:03 Sala klamidíuprófa óheimil Óheimilt er að selja klamidíupróf sem Lyf og heilsa hefur tekið í sölu. Innlent 3.10.2006 21:02 Yfirheyrslum ekki lokið enn Lögreglan í Reykjavíkur hefur enn til rannsóknar meint kynferðisbrot gegn fleiri en einni stúlku. Rúmlega fimmtugum karlmanni hefur verið sleppt úr haldi en hann neitaði sök í málinu. Yfirheyrslum yfir stúlkunum, sem maðurinn er grunaður um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi, er ekki lokið og sögn Bjarnþórs Aðalsteinssonar, hjá Lögreglunni í Reykjavík, liggur ekki fyrir hvenær rannsókninni lýkur. Innlent 3.10.2006 21:02 Kenningar sem notaðar eru eiga ekki við Sigríður Finsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði, segir að sú mynd sem dregin hafi verið upp af Vesturlandi í grein Fréttablaðsins í gær lýsi því ekki sem raunverulega sé að gerast í landshlutanum. Innlent 3.10.2006 21:02 Var ótvírætt í forystusveit flokksins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki muna til þess að nokkur framkvæmdastjóri í íslenskum stjórnmálaflokki hafi haft jafn afgerandi völd og áhrif innan flokksins sem hann starfar fyrir og Kjartan. Innlent 3.10.2006 21:02 707 milljóna halli á rekstri Landspítala Enn eykst rekstrarhalli Landspítala - háskólasjúkrahúss. Eftir fyrstu sex mánuði ársins var hann 4,2 milljónir en er nú 707 milljónir tveimur mánuðum síðar. Þar vega þyngst aukin starfsemi, þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun. Innlent 3.10.2006 21:03 Tólf ráðnir til bráðabirgða Tólf starfsmenn hafa verið ráðnir til bráðabirgða við embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli vegna brottfarar Bandaríkjahers. Brottför hermannanna kallaði á aukna gæslu á varnarsvæðinu og brá sýslumaður á það ráð að auka mannskapinn á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig ýmis verkefni sem áður voru í höndum Bandaríkjamanna dreifast á íslensk embætti. Innlent 3.10.2006 21:02 Var drekinn á Bolafjalli „Jú, þetta er búið að vera yfirvofandi lengi, eða síðan það var skorið niður í fyrra,“ segir Haraldur Ringsted Steingrímsson, einn þeirra sem var nýlega sagt upp á ratsjárstöðinni á Bolafjalli. „Þetta kom svo sem engum á óvart en maður vonaði að þetta yrði ekki alveg strax. Ég verð að vinna út maí og er ekkert búinn að ákveða hvað tekur við þá.“ Haraldur býr með eiginkonu sinni og þremur börnum í Bolungarvík. „Við erum nýbúin að kaupa hús og ætlum að vera hér áfram. Það er mjög fínt að vera á Bolungarvík.“ Innlent 3.10.2006 21:03 « ‹ 217 218 219 220 221 222 223 224 225 … 334 ›
Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.10.2006 16:51
Stofna á sérstakan Byggðasjóð Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Innlent 4.10.2006 16:42
Allt á fullt í vegamálum Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð. Innlent 4.10.2006 16:24
Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu. Innlent 4.10.2006 15:35
Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins. Innlent 4.10.2006 14:35
Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. Viðskipti innlent 4.10.2006 14:30
Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi. Innlent 4.10.2006 14:19
Nítján ára piltur tekinn í fjórða sinn fyrir of hraðan akstur Nítján ára piltur var tekinn fyrir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi. Pilturinn var ók á 142 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 4.10.2006 14:08
Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði Næstu daga verður lokið við og tekin í notkun tvöföld Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. Innlent 4.10.2006 13:19
Síldin gefur minna í aðra hönd Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd. Innlent 4.10.2006 12:13
Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 4.10.2006 11:57
Samgöngubætur hafnar á ný Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu. Innlent 4.10.2006 11:41
Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á milli London og Keflavíkur næsta sumar. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur áætlunarflug hingað til lands. Innlent 4.10.2006 12:02
Vilja banna botnvörpuveiðar Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni. Erlent 4.10.2006 11:55
Kreditkortavelta heimilanna eykst Kreditkortavelta heimilanna jókst um 22% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Debetkortavelta jókst um 7,7% á þessu tímabili. Innlent 4.10.2006 10:40
Farþegum til landsins fjölgar Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 14,6% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við saman tíma í fyrra. Samtals komu 612 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra komu 534 þúsund farþegar. Innlent 4.10.2006 10:14
Á stuttaermabol í kuldann Hundrað og fimmtíu manna hópur, sem kom til Akureyrar með leiguflugi í nótt, var tekinn niður á jörðina í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið hafði stigið upp í flugvélina í fjörutíu stiga hita á Mallorca, en hiti var við frostmark á Akureyri þegar það gekk út úr vélinni í stuttermabolum Innlent 4.10.2006 09:50
Síldin brædd í mjöl Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp. Innlent 4.10.2006 09:46
Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17
Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
Mótmælt á lokuðu vinnusvæði Fimmtán mótmælendur hafa verið ákærðir fyrir að halda til inni á lokuðu vinnusvæði við Kárahnjúka og neita að hlýða skipunum lögreglu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands í gær. Þrír Íslendingar eru meðal ákærðu en tólf útlendingar. Innlent 3.10.2006 21:02
Í Alþjóðahús vegna ofbeldis Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Innlent 3.10.2006 21:03
Sala klamidíuprófa óheimil Óheimilt er að selja klamidíupróf sem Lyf og heilsa hefur tekið í sölu. Innlent 3.10.2006 21:02
Yfirheyrslum ekki lokið enn Lögreglan í Reykjavíkur hefur enn til rannsóknar meint kynferðisbrot gegn fleiri en einni stúlku. Rúmlega fimmtugum karlmanni hefur verið sleppt úr haldi en hann neitaði sök í málinu. Yfirheyrslum yfir stúlkunum, sem maðurinn er grunaður um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi, er ekki lokið og sögn Bjarnþórs Aðalsteinssonar, hjá Lögreglunni í Reykjavík, liggur ekki fyrir hvenær rannsókninni lýkur. Innlent 3.10.2006 21:02
Kenningar sem notaðar eru eiga ekki við Sigríður Finsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði, segir að sú mynd sem dregin hafi verið upp af Vesturlandi í grein Fréttablaðsins í gær lýsi því ekki sem raunverulega sé að gerast í landshlutanum. Innlent 3.10.2006 21:02
Var ótvírætt í forystusveit flokksins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki muna til þess að nokkur framkvæmdastjóri í íslenskum stjórnmálaflokki hafi haft jafn afgerandi völd og áhrif innan flokksins sem hann starfar fyrir og Kjartan. Innlent 3.10.2006 21:02
707 milljóna halli á rekstri Landspítala Enn eykst rekstrarhalli Landspítala - háskólasjúkrahúss. Eftir fyrstu sex mánuði ársins var hann 4,2 milljónir en er nú 707 milljónir tveimur mánuðum síðar. Þar vega þyngst aukin starfsemi, þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun. Innlent 3.10.2006 21:03
Tólf ráðnir til bráðabirgða Tólf starfsmenn hafa verið ráðnir til bráðabirgða við embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli vegna brottfarar Bandaríkjahers. Brottför hermannanna kallaði á aukna gæslu á varnarsvæðinu og brá sýslumaður á það ráð að auka mannskapinn á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig ýmis verkefni sem áður voru í höndum Bandaríkjamanna dreifast á íslensk embætti. Innlent 3.10.2006 21:02
Var drekinn á Bolafjalli „Jú, þetta er búið að vera yfirvofandi lengi, eða síðan það var skorið niður í fyrra,“ segir Haraldur Ringsted Steingrímsson, einn þeirra sem var nýlega sagt upp á ratsjárstöðinni á Bolafjalli. „Þetta kom svo sem engum á óvart en maður vonaði að þetta yrði ekki alveg strax. Ég verð að vinna út maí og er ekkert búinn að ákveða hvað tekur við þá.“ Haraldur býr með eiginkonu sinni og þremur börnum í Bolungarvík. „Við erum nýbúin að kaupa hús og ætlum að vera hér áfram. Það er mjög fínt að vera á Bolungarvík.“ Innlent 3.10.2006 21:03