Innlent

Landvernd sendir Skagfirðingum aðvörun

Landvernd hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma um virkjun Héraðsvatna:

Landvernd varar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag.

Engin ákveðin áform eru uppi um virkjun Jökulsár Austari við Skatastaði og því ótímabært að festa þá virkjun inn á aðalskipulag.

Villinganesvirkjun hefur í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif og orkuöflun hennar er bæði lítil og kostnaðarsöm eins og fram kom í fyrsta áfanga rammaáætlunar.

Hagkvæmni virkjunar við Villinganes grundvallast á miðlun vegna Skatastaðavirkjunar og því telst Villinganesvirkjun ein og sér varla raunhæfur kostur út frá efnahagslegum sjónarmiðum enda virkjunin sögð hagkvæm sem „fyrsti áfangi virkjunar Héraðsvatna"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×