Innlent

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn

Alþingi
Alþingi MYND/NFS

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins.

Fram kom í máli forsætisráðherra að gert er ráð fyrir því að hreinsun og niðurrif húsa á svæðinu muni kosta um fimm milljarða króna. Eins og komið hefur fram ætla íslensk og bandarísk stjórnvöld að hafa samráð komi í ljós innan fjögurra ára alvarleg umhverfismengun sem rekja megi til hersetunnar. Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna eru harðorðir um umhverfisþátt samningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×