Innlent

Fréttamynd

Björgunarsveitarmenn hættir störfum í dag

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa hætt störfum í dag eftir að hafa haft í nógu að snúast vegna ófærðar frá því í nótt. Tekist hefur að rýma að mestu Víkurveg í Grafarvogi þar sem fjöldi bíla hefur setið fastur. Nokkrir árekstrar hafa verið í dag en lögreglunni í Reykjavík er ekki kunnugt um slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir

Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ófærð á Víkurvegi í Grafarvogi

Lögreglan í Reykjavík varar vegfarendur við mikilli ófærð á Víkurvegi í Grafarvogi, sér í lagi við brúna yfir Vesturlandsveg. Fjöldi ökutækja hefur fest sig þar og hamlar það verki snjóruðningstækja. Björgunarsveitir og lögregla vinna nú að því að losa bifreiðar svo hægt sé að ryðja. Vegfarendur eru hvattir til að velja aðrar leiðir en Víkurveg.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði 101 árs afmæli sínu í gær

Birna Jónsdóttir fagnaði í gær 101 árs afmæli sínu á Sauðárkróki. Meðalaldur Birnu og systra hennar, sem komust á legg, er 97 ár en það er hæsti meðalaldur fjögurra íslenskra systkina sem vitað er um.

Innlent
Fréttamynd

Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni

Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Birtir uppgjör úr prófkjörsbaráttu sinni

Sigríður Andersen, sem hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt uppgjör á kostnaði við prófkjör sitt. Sigríður telur að flokkar og framboð eig að hafa sjálfdæmi um hversu mikið af upplýsingunum þau birta.

Innlent
Fréttamynd

Styrktartónleikar í þágu fatlaðra barna

Caritas á Íslandi, góðgerðarsamtök kaþólsku kirkjunnar, efna í dag til styrktartónleika í þágu fatlaðra barna, í Kristskirkju við Landakot. Þetta er í þrettánda sinn sem Caritas efnir til styrktartónleika en í ár rennur allur ágóðinn til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði

Kirkjugestir í Grafavogskirkju í morgun létu ekki veðrið koma í veg fyrir að þeir mættu í messu. Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði í morgun en hann er 95 ára. Sigurbjörn sló á létta strengi í predikun sinni en Sigurbjörn hefur þótt kraftmikill predikari. Fyrir messuna voru haldin fjögur erindi um biskupinn.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn segir ekki á döfinni að ganga úr Framsóknarflokknum

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki á döfinni að segja sig úr Framsóknarflokknum. Þetta sagði Kristinn í þættinum Silfur Egils á Stöð 2. Kristinn lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í fyrradag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Tónleikum aflýst vegna færðar

Aflýsa þarf tónleikum Harmonikkufélags Reykjavíkur sem halda átti í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Ástæðan er slæmt veður og færð.

Innlent
Fréttamynd

Í fangageymslu eftir hótelferð

Maður gistir í fangageymslum hjá lögreglunni á Selfossi eftir að hafa brotist inn á Hótel Selfoss í nótt. Maðurinn sem var mjög ölvaður var tekinn þar sem hann ráfaði um ganga hótelsins. Hann verður yfirheyrður í dag þegar hann vaknar.

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall var opnað núna klukkan tíu og opið verður til klukkan fjögur í dag. Klukkan átta í morgun var sjö stiga frost og logn við fjallið. Flestar lyftur verða í gangi og skíðafæri er gott, troðinn og þurr snjór. Þá er búið að troða fimm kílómetra gönguhring. Aðstæður til skíða og snjóbrettaiðkunar eru með besta móti.

Innlent
Fréttamynd

Bláfjöll og Skálafell opna ekki í dag

Óvíst er hvenær hægt verður að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum og Skálafelli - en það er alveg ljóst að það næst ekki að opna svæðið í dag. Friðjón Axfjörð Árnason verkefnisstjóri á skíðasvæðinu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nokkurn tíma tæki að gera svæðin klár fyrir fyrstu opnun. Auk þess hefðu flutningar verið í gangi en starfsemi skíðadeildar Víkings hefur verið lögð niður á Hengilssvæðinu og búið að flytja lyftur þeirra upp í Bláfjöll.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 50 útköll á Akranesi

Upp undir fimmtíu útköll hafa verið hjá lögreglunni á Akranesi frá því klukkan þrjú í nótt og menn hafa verið á fullu að losa bíla sem sitja fastir þvers og kruss um bæinn. Eins var lögreglan að aðstoða fólk að komast af veitingastöðum og til vinnu á sjúkrahús og dvalarheimili. Engin tjón hafa orðið svo lögreglan viti til.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára undir stýri

Þrír sextán ára piltar voru teknir við akstur í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu í nótt og í gær. Eins og aldur þeirra segir til um voru þeir allir próflausir og einn þeirra grunaður um ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Fresta þarf ferð hjá Herjólfi

Fresta þarf fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum í dag vegna veðurs. Ferðin verður farin klukkan tólf frá Vestmannaeyjum og klukkan fjögur frá Þorlákshöfn. Seinni ferð Herjólfs í dag fellur niður.

Innlent
Fréttamynd

Víða ófært

Á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi er snjóþekja og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Ófært og stórhríð er á Fróðárheiði.

Innlent
Fréttamynd

Ófærð og snjór á höfuðborgarsvæðinu

Á milli sextíu og sjötíu björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa sinnt yfir eitt hundrað og tuttugu verkefnum í nótt og í morgun vegna mikillar ófærðar. Bílar eru víða fastir eftir mikla ofankomu í nótt. Búið er að hreinsa flestar stærstu umferðaræðarnar en íbúðargötur eru þó margar hverjar á kafi í snjó.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn telja uppsagnir ólöglegar

Starfsmenn Flugmálastjórnar gagnrýna uppsagnir hart og telja að lög hafi verið brotin. Flugmálastjóri segir stjórnvöld vilja verja réttindi starfsmanna. Flugumferðarstjórar leita starfa í Evrópu þar sem atvinnutækifæri eru mikil.

Innlent
Fréttamynd

Mest kvartað yfir háu verðlagi

Ferðamenn á Íslandi eru helst ósáttir við verðlag hérlendis samkvæmt könnunum sem kynntar voru á Ferðamálaráðstefnu 2006 á fimmtudag. Á það bæði við um íslenska og erlenda ferðamenn. Ferðamálastofa lét gera viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðamanna hérlendis og Samtök ferðaþjónustunnar könnuðu álit erlendra ferðamanna á gæðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Úrsagnir úr flokknum

Flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að Árni Johnsen hlaut kosningu í annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðnu prófkjöri. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur staðfest þetta. Morgunblaðið greindi frá þessu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Engin lög þarf um fjármálin

Sigríður Á. Andersen, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt upplýsingar vegna framboðs síns. Prófkjörið kostaði 3,7 milljónir króna og framlög námu 3,8 milljónum. Þau komu frá 25 félögum og 31 einstaklingi. Meðalframlag fyrirtækja var um 135.000 krónur og einstaklinga um 16.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki víst að Kristinn taki sæti á listanum

Magnús Stefánsson er sigurvegari prófkjörs Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson féll niður í þriðja sæti og segir bandalag hafa verið myndað gegn sér. Félagshyggju var hafnað í prófkjörinu að mati Kristins.

Innlent
Fréttamynd

Klofningi spáð í Framsókn

Stjórnmálafræðingar telja blikur á lofti hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi. Úrslit prófkjörsins eru túlkuð sem klofningur og flokksforystunni sé létt við að Kristinn H. Gunnarsson sé ekki í þingsæti.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarríkið er mikið á Íslandi

Vetrarríkið á landinu hefur ekki farið fram hjá neinum í byggðu bóli undanfarna daga en þess gætir líka víðar. Sjófarendur verða þess varir að óvenjulega kalt hefur verið á undanförnu eins og farþegar um borð í farþegaferjunni Herjólfi í siglingum á milli lands og Eyja.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn í efstu sætum

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í gær framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans í þessari röð. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir, fiskverkandi á Akranesi, sem kemur ný inn á listann.

Innlent
Fréttamynd

Fræddi ljósmæður um ungbarnaeftirlit

Eva Laufey Steingrímsdóttir ljósmóðir er nýkomin frá Afganistan þar sem hún fræddi hóp ljósmæðra og yfirsetukvenna um getnaðarvarnir, fæðingar og ungbarnaeftirlit. Mæðradauði í landinu er mjög hár og aðstæður frumstæðar.

Innlent