Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir 19. nóvember 2006 16:20 Faxaflói. MYND/Vilhelm Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru." Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru."
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira