Ekki víst að Kristinn taki sæti á listanum 19. nóvember 2006 08:00 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins." Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins."
Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Sjá meira