Fræddi ljósmæður um ungbarnaeftirlit 19. nóvember 2006 07:15 „Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim." Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim."
Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira