Fræddi ljósmæður um ungbarnaeftirlit 19. nóvember 2006 07:15 „Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim." Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
„Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim."
Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira