Íslendingar erlendis

Fréttamynd

„Af­hverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“

„Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Logi Þor­valds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella

Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. 

Lífið
Fréttamynd

Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

Lauf­ey tróð upp á Coachella

Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári

„Skuldir eru ekki bara tölur á blaði, þetta getur haft áhrif á líf og andlega heilsu. Með opinskáum samtölum getum við bókstaflega bjargað mannslífum,“ segir Íris Eyfjörð Hreiðarsdóttir. Í upphafi síðasta árs stóð Íris uppi með skuldir upp á nær 25 milljónir íslenskra króna. Í dag er þessi upphæð komin niður í 9,6 milljónir króna. Færni Írisar á samfélagsmiðla og opið samtal voru lykilþáttur í árangrinum.

Lífið
Fréttamynd

Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests.

Innlent
Fréttamynd

Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði

„Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía.

Lífið
Fréttamynd

Tíma­mót í opin­berri heim­sókn Höllu til Noregs

Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin á leið til Noregs

Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir Svövu Lydiu

Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torrevieja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl. 

Innlent
Fréttamynd

Seldu drauma­húsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana

Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma.

Lífið
Fréttamynd

Sól­rún fundin á Spáni

Búið er að finna Sólrúnu Petru Halldórsdóttur sem hafði verið týnd í um þrjá sólarhringa á Spáni heila á húfi. Það staðfestir faðir hennar, Halldór Ágústsson, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfir­gefa heimili sín“

Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.

Erlent
Fréttamynd

Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liver­pool

Segja má að stjórnar­tíð Freys Alexanders­sonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist form­lega á morgun með fyrsta keppnis­leik liðsins undir hans stjórn í norsku úr­vals­deildinni. Sér­fræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tíma­bili hjá Liver­pool.

Fótbolti