Íþróttir

Leverkusen - Tottenham í beinni á Sýn í kvöld
Fjöldi leikja fer fram í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða í knattspyrnu í kvöld og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beina útsendingu frá viðureign Bayer Leverkusen og Tottenham sem hefst klukkan 19:20.

Schumacher útilokar endurkomu
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher gaf það út í viðtali við þýska fjölmiðla að það væri enginn möguleiki á því að hann settist undir stýri í Formúlu 1 á ný, því það væri einfaldlega ekki hægt eins og íþróttin hafi þróast síðustu ár.

Nadal ber mikla virðingu fyrir Federer
Spánverjinn Rafael Nadal sem er annar stigahæsti tenniskappi heimsins, viðurkennir fúslega að Roger Federer sé í algjörum sérflokki í heiminum í dag og telur að Svisslendingurinn sé eina ástæðan fyrir því að hann sjálfur hefur aldrei náð efsta sæti heimslistans.

Wenger gengst við ákæru sinni
Arsene Wenger hefur gengist við ákæru sinni frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins í kjölfar þess að uppúr sauð milli hans og Alan Pardew í leik Arsenal og West Ham á dögunum. Pardew hefur ekki vilja gangast við sinni kæru og heldur fram sakleysi sínu í málinu.

Stjórar ósáttir við undanþágu Southgate
Samtök knattspyrnustjóra á Englandi hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnar úrvalsdeildarinnar að veita Gareth Southgate undanþágu til að stýra liði Middlesbrough út leiktíðina án þess að hafa til þess tilskilin réttindi.

Mourinho hefur ekki áhyggjur af meiðslum
Jose Mourinho segist ekki hafa teljandi áhyggjur af meiðslunum sem þeir Michael Ballack og Didier Drogba urðu fyrir í tapinu gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í gærkvöld og á von á því að þeir verði klárir í slaginn gegn Manchester United um næstu helgi.

Gummersbach á toppinn
Þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach náði aftur toppsætinu í deildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Göppingen 41-33 á heimavelli sínum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 10 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson 5. Þá steinlá Lemgo nokkuð óvænt fyrir Kronau/Östringen 35-24 þar sem Logi Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo og Ásgeir Hallgrímsson 2 mörk.

Enn einn sigurinn hjá Tiger Woods
Tiger Woods vann í nótt sinn 7. sigur á Hawai mótinu í golfi þegar hann lauk keppni á átta höggum undir pari og sá við sínum helsta keppinaut Jim Furyk sem var þar tveimur höggum á eftir. Woods lék lokahringinn á sex undir pari en leiknar voru 36 holur.

Argentínumennirnir eiga framtíð á Upton Park
Alan Pardew, stjóri West Ham, segir Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez báða eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu þrátt fyrir að þeim hafi gengið illa að fóta sig hjá liðinu og bendir á að þeir hafi verið gagnrýndir full harkalega.

Sigurganga Utah Jazz heldur áfram
Spútniklið Utah Jazz hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í nótt þegar liðið skellti Sacramento á útivelli 110-101. Þetta var 11. sigur liðsins í fyrstu 12 leikjunum í vetur og er liðið öllum að óvörum í efsta sæti deildarinnar. Þetta var auk þess þriðji leikurinn í röð þar sem lið Utah vinnur upp 16 stiga forskot eða meira í síðari hálfleik.

Kári orðaður við Álasund
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur verið orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Álasund sem Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með. Kári er samningsbundinn sænska liðinu Djurgården til 2008.

LA Clippers - Seattle í beinni í nótt
Leikur Los Angeles Clippers og Seattle Supersonics verður á dagskrá NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Lið Clippers heldur uppteknum hætti frá í fyrra og hefur byrjað leiktíðina mjög vel svo hætt er við því að Seattle eigi á brattann að sækja í Staples Center í nótt.

Ísland leikur við Færeyjar um helgina
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir því færeyska í tvígang um næstu helgi. Hér er um að ræða æfingaleiki fyrir íslenska liðið sem er að undirbúa sig fyrir forkeppni HM sem fram fer í Rúmeníu í næstu viku.

Chelsea tapaði fyrir Bremen
Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig.

Tap hjá Njarðvíkingum
Íslensk körfuknattleikslið ríða ekki feitum hesti frá þáttöku sinni í Evrópukeppnunum þar sem af er, en í kvöld tapaði Njarðvík 82-78 fyrir Tartu Rock frá Eistlandi í leik sem háður var í Keflavík. Friðrik Stefánsson og Jeb Ivey skoruðu 22 stig fyrir Njarðvíkinga, en Friðrik hirti auk þess 17 fráköst.

Haukastúlkur töpuðu fyrir Parma
Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrir ítalska liðinu Parma í Evrópukeppninni í körfubolta 102-86, en leikið var ytra. Ifeoma Okonkwo skoraði 25 stig fyrir Hauka, Unnur Tara Jónsdóttir átti fínan leik og skoraði 19 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst.

Fram lagði Akureyri
Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Fram lögðu lið Akureyrar 32-29 eftir að hafa verið með sjö marka forskot í leikhléi 19-12. Jóhann Einarsson skoraði 9 mörk fyrir Fram og Sigfús Sigfússon 7, en Goran Gusic skoraði 11 mörk fyrir Akureyri, þar af 10 úr vítum. Fram er í þriðja sæti deildarinnar en Akureyri í því fjórða.

Bremen hefur yfir gegn Chelsea
Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þýska liðið Werder Bremen hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og þá hefur Barcelona yfir 1-0 gegn Levski Sofia í Búlgaríu. Ekkert mark er komið í leik Liverpool og PSV, en markaskorara kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðu Vísis.

Liverpool að landa ungum Argentínumanni
Fréttir frá Englandi í kvöld herma að Liverpool sé við það að ganga frá lánssamningi við unga bakvörðinn Emiliano Insua frá Boca Juniors í Argentínu. Insua þessi ku vera á Anfield í kvöld þegar Liverpool mætir PSV í Meistaradeildinni þar sem þessi 17 ára leikmaður mun fá stemminguna beint í æð.

Vafasamt met hjá Spartak
Bayern Munchen fór langt með að tryggja sér efsta sætið í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Spartak í Moskvu á gervigrasvelli liðsins. Spartak setti vafasamt met með jafnteflinu, því liðið hefur nú spilað 22 leiki án sigurs í Meistaradeildinni.

Fimm leikmenn tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku
Þrír af þeim fimm leikmönnum sem tilnefndir hafa verið sem knattspyrnumenn Afríku spila í ensku úrvalsdeildinni. Nígeríumaðurinn Kanu hjá Portsmouth hefur tvisvar unnið til þessara verðlauna og er tilnefndur að þessu sinni. Auk hans eru þeir Didier Drogba og Michael Essien hjá Chelsea tilnefndir, en þeir koma frá Fílabeinsströndinni og Gana.

Ancelotti hefur miklar áhyggjur
Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hafa miklar áhyggjur af slöku gegni liðs síns á leiktíðinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir að Milan tapaði 1-0 fyrir AEK frá Aþenu í Meistaradeildinni í gær. Milan hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum, en það dregur ekki úr áhyggjum þjálfarans.

Uwe Rosler tekinn við Viking
Þýski þjálfarinn Uwe Rosler var í dag ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Vikings í Stavangri, en hann var rekinn frá Lilleström nokkrum dögum og varð þar með áttundi þjálfarinn í deildinni tila ð taka pokann sinn á leiktíðinni. Rosler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Viking.

Southgate fær að halda áfram
Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu tilkynnti í dag að Gareth Soutgate hefði verið veitt undanþága til að sinna starfi knattspyrnustjóra Middlesbrough út keppnistímabilið þó hann hafi enn ekki aflað sér fullra réttinda til þess.

Mikil pressa á Eiði Smára í kvöld
Útlit er fyrir að pressan sé mikil á Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona í kvöld þegar liðið sækir Levski Sofia í Búlgaríu í Meistaradeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda og á heimasíðu félagsins í dag stendur að liðið muni treysta á að íslenski framherjinn sýni aðra eins frammistöðu og þegar hann skoraði tvö mörk gegn Mallorca í spænsku deildinni á dögunum.

Njarðvíkingar mæta Tartu Rock í kvöld
Karlalið Njarðvíkinga og kvennalið Hauka verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar taka á móti eistneska liðinu Rartu Rock klukkan 19:15 í íþróttahúsinu í Keflavík, en Haukaliðið mætir sterku liði Parma frá Ítalíu á útivelli.

Kennum okkur sjálfum um tapið
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að tap liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni í gærkvöld sé engum öðrum að kenna en leikmönnunum sjálfum, sem hafi fengið á baukinn fyrir að nýta ekki færin sín. Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að mæta Benfica í lokaleiknum í riðlakeppninni.

Aðgerðin á Ameobi heppnaðist vel
Forráðamenn Newcastle hafa gefið það út að sóknarmaðurinn Shola Ameobi hafi nú lokið við aðgerð vegna meiðsla á mjöðm og hafi hún heppnast með miklum ágætum. Aðgerðin var framkvæmd í Colorado fylki í Bandaríkjunum, en þar á bæ eru menn ekki óvanir því að eiga við meidda leikmenn Newcastle.

Ísland upp um tvö sæti
Í morgun var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins FIFA en þar hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hækkað sig um tvö sæti síðan síðasti listi var gefinn út og situr í 93. sæti. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, heimsmeistarar Ítalíu í öðru og Argentínumenn í því þriðja.

Benitez vill hirða toppsætið
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur lagt ríka áherslu á það við leikmenn sína að reyna að ná toppsætinu í C-riðli Meistaradeildarinnar í undirbúningi liðsins fyrir leikinn við PSV á Anfield í kvöld.